Alcudia

Sol de Alcudia er gott 3ja stjörnu hótel staðsett um 500 metra frá ströndinni í Alcudia. Verslanir og veitingarstaðir eru næsta nágrenni. Í sundlaugargarðinum er góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sundlaug. Sol de Alcudia er góður kostur fyrir stærri fjölskyldur þar sem til eru íbúðir með tveimur svefnherbergjum sem rúma allt að sex. 

GISTING 

Val er um stúdíó, íbúðir með 1 svefnherbergi og íbúðir með 2 svefnherbergjum. Stúdíóin henta mest tveimur fullorðnum og einu ungu barni. Íbúðir með einu svefnherbergi rúma mest þrjá fullorðna og eitt barn. Þar er að finna eitt svefnherbergi og í stofu er svefnsófi. Íbúðir með tveimur svefnherbergjum rúma mest 5 fullorðna og eitt barn. Þar eru tvö svefnherbergi og í stofu er svefnssófi. Íbúðirnar eru búnar öllum helstu þægindum með eldhúskrók, baðherbergi og svölum eða verönd. Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu interneti. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum, sólhlífum, sundlaugabar og barnalaug. Móttakan er opin allan sólarhringinn. 

AFÞREYING 

Skemmtidagskrá á kvöldin fyrir börn og fullorðna. 

VEITINGAR 

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu ásamt snalbar. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett um 500 metra frá ströndinni í Alcudia á norður Mallorca. 

AÐBÚNAÐUR Á SOL DE ALCUDIA 

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sólhlífar 

Íbúðir 

Stúdíó

Eldhúskrókur 

Baðherbergi

Svalir/verönd

Snarlbar 

Veitingastaður 

Skemmtidagskrá 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá hótela getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

C/ Tortola 1, Puerto de Alcudia, Mallorca, Balearic Islands,

Kort