Palmanova

Zafiro Palace Palmanova er frábært 5* hótel í Palmanova og einungis 15 min frá borginni Palma. Góður kostur fyrir fjölskyldur en garðurinn er mjög stór og nægt pláss. SPA er á hótelinu, barnalaug, nokkrar sundlaugar og sundlaug aðeins fyrir fullorðna.

GISTING 

Hægt er að velja á milli þriggja gistikosta og innihalda þeir allir öllu því helsta sem þar. Junior svítan er útbúin svölum, síma, sjónvarpi, öryggishólfi, loftkælingu, svefnsófa, sturtu/bað, hárþurrku, baðsloppum, minibar og fleiru.  Einnig er hægt að velja „Swim up“ íbúðir. 

„Swim up“ íbúðirnar eru nýjung á hótelinu og þeim fylgir lítil verönd og beint aðgengi að glæsilegri sundlaug hótelsins, sem hlykkjast heillandi framhjá herbergjunum. 

AÐSTAÐA

Garðurinn er draumur fyrir alla og mjög stór. Nægt úrval að sundlaugum og ættu allir að finna sér sundlaug við sitt hæfi. Sérstök barnalaug er í garðinum. 

AFÞREYING 

Nóg er um að vera á hótelinu. Þar er meðal annars fótboltavöllur, trampólín og borðtennisborð. Skemmtidagskrá er fyrir börn og fullorðna á daginn og á kvöldin troða skemmtikraftar upp. Einnig er líkamsrækt á hótelinu.

VEITINGAR 

Á hótelinu eru 5 veitingastaðir, fjórir þemastaðir sem bjóða þér að smakka mat frá öllum heimshornum. Svo er veitingastaður þar sem þú fylgist með kokknum matreiða matinn þinn og gæðir þér svo á góðum eftirréttum. Fáðu þér drykk á sundlaugarbarnum eða kokteila á barnum í móttökunni á kvöldin.

FYRIR BÖRNIN 

Skemmtilegt hótel fyrir börnin en krakkaklúbbur er starfandi á hótelinu og svo er barnalaug.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett stutt frá Palma en á þessu svæði er stutt í allt það helsta.

AÐBÚNAÐUR Á ZAFIRO PALACE PALMANOVA

Baðherbergi

Svefnsófi 

Svalir/verönd 

Loftkæling 

Sturta/bað

Hárblásari

Frítt þráðlaust internet 

Útisundlaugar

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Krakkaklúbbur

Sundlaugabar

Innisundlaug 

Líkamsræktaraðstaða 

Nudd

Sólarhringsmóttaka 

Skemmtidagskrá 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Avda. Cas Saboners 24, 07181 - Palmanova

Kort