Fontanellas Playa er mjög gott fjögurra stjörnu hótel staðsett á ströndinni á Playa de Palma. Í næsta nágrenni er mikið úrval veitingastaða og verslana. Góður garður með tveimur sundlaugum og lítilli barnalaug. Sólbaðsaðstaða og sundlaugarbar í garðinum. Falleg heilsulind er á hótelinu og lítill fótboltavöllur.
GISTING
Á þessu hóteli velja gestir milli þess að leigja svítur, tvíbýli, eða huggulega innréttaðar íbúðir. Íbúðirnar eru allar smekklega innréttaðar og útbúnar öllum helstu þægindum. Þær hafa eitt svefnherbergi, eldhús, loftkælingu, síma, baðherbergi, öryggishólf, hraðsuðuketil og brauðrist. Í svítunum á Fontanellas Playa er tvíbreitt rúm, stofa með borðstofuborði, svefnsófa og glæsilegt baðherbergi. Allar svítur eru með fríu interneti, tveimur sjónvörpum, öryggishólfi, loftræstingu og glæsilegri sjávarsýn.
Íbúðirnar eru búnar tveimur rúmum, svefnsófa og fallegu baðherbergi. Fullbúið eldhús með eldavél og örbylgjuofni. 32 tommu gervihnattarsjónvarp, örbylgjuofn, loftræsting og kynding og svalir með stólum og borði. Ekki er hægt að tryggja gestum íbúð með sjávarsýn.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er góður garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Fín aðstaða er fyrir gesti til þess að sóla sig með sólbekkjum og sundlaugarbar. Á hótelinu er stór og fín líkamsræktaraðstaða og falleg heilsulind með nuddpottum, gufu, tyrknesku baði og innilaug. Lítill fótboltavöllur, tennisvöllur og hjólaleiga er við hótelið.
AFÞREYING
Hótelið er alveg við ströndina og örfá skref fyrir gesti að stíga, til þess að njóta alls sem þessi stærsta sundlaug í heimi hefur upp á að bjóða. Á hótelinu er einnig hjólaleiga sem gefur gestum tækifæri á því að kanna fallegt umhverfi Mallorca á hjóli. Á kvöldin stíga hinir ýmsu skemmtikraftar á stokk og halda uppi góðri stemningu í hótelgarðinum.
VEITINGASTAÐIR
Á Fontanellas Playa er veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð með fallegri sjávarsýn og loftræstingu. Á hótelinu er einnig skemmtilegur bar sem sér gestum fyrir fljótandi veitingum.
FYRIR BÖRNIN
Á hótelinu er skemmtilegur leikvöllur fyrir börn og skemmtikraftar fyrir alla fjölskylduna á kvöldin. Á hótelinu er einnig stórt íþróttasvæði þar sem krakkarnir geta fengið að hlaupa um, spilað fótbolta og tennis.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett í hjarta Playa de Palma alveg við ströndina. Stutt í alla helstu þjónustu og aragrúi veitingastaða í kring.
AÐBÚNAÐUR Á FONTANELLAS PLAYA
Morgunmatur/hálft fæði/ekkert fæði
Tvær sundlaugar
Barnalaug
Svalir
Bað/sturta
Hárþurrka
Eldavél
Kaffivél
Ísskápur
Öryggishólf
Kvöldskemmtanir
Veitingastaður
Bar
Heitur pottur
Gufubað
Tyrkneskt bað
Nudd
Heilsulind
Fundarherbergi
Hjólaleiga
Hjólageymsla
Fótboltavöllur
Upplýsingar
Caravela, s/n, 07610 Playa de Palma, Spánn
Kort