Puerto de Mogán er einstaklega fallegur strandbær á suð-vestur hluta Gran Canaria - frábært svæði fyrir þá sem vilja afslöppun í fallegu umhverfi.
Cordial Mogán Valle hótelið er fjölskylduvænt 3ja stjörnu íbúðahótel í hinum fallega strandbæ Puerto de Mogán. Mogán Valle er í dæmigerðum kanarískum byggingastíl. Hótelið er í tveimur byggingum með gestamóttöku í miðjunni. Í garðinum er góð sundlaug og barnalaug með leiktækjum. Mjög fallegt hótel að okkar mati, rólegt og þægilegt andrúmsloft.
GISTING
Rúmgóðar, bjartar íbúðir með góðum aðbúnaði og einu svefnherbergi sem taka 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, stofu, eldhúskrók og baðherbergi. Í öllum íbúðum er vifta í lofti, gervihnattasjónvarp, öryggishólf (gegn gjaldi), og eldhúskrókur með örbylgjuofni, brauðrist og kaffivél. Stórar svalir eða verönd með garðhúsgögnum og sólbekkjum. Frítt internet er í íbúðunum.
AÐSTAÐA
Glæsilegur sundlaugagarður með þremur sundlaugum, sérstakri barnalaug, sólstólum og sólhlífum. Sundlaugarnar eru upphitaðar yfir vetrarmánuðina. Á hótelinu er líkamsrækt og heilsulind sem gestir geta sótt, gegn gjaldi. Þvottaaðstaða er á hótelinu (gegn gjaldi).
AFÞREYING
Tennisvöllur er á hótelinu.
VEITINGAR
Á hótelinu eru hlaðborðs-veitingastaður, snarlbar með létta rétti og sundlaugarbar. Einnig er þar a la carte veitingastaður sem sérhæfir sig í mexíkóskri matargerð.
FYRIR BÖRNIN
Sérstök barnalaug og leiksvæði fyrir börnin. Krakkaklúbbur er fyrir 4-12 ára krakka.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í hinum fallega strandbæ Puerto de Mogán sem er oft nefndur „litlu Feneyjar“. 800 metrar eru í Mogán ströndina og fallegu höfnina. 200 metrar eru í strætóstoppistöð og stutt er í verslun og verslunarmiðstöð.
Puerto de Mogán er mjög fallegur standbær á suð-vestur hluta eyjunnar. Þetta svæði einkennist af rólegheitum, mjög fallegu umhverfi og hentar vel fólki sem er að leita að hvíld í fögru umhverfi. Hér er bara slökum og allir að njóta lífsins. Góð strönd er við Puerto de Mogán, með veitingastöðum og verslunum.
AÐBÚNAÐUR Á CORDIAL MOGÁN VALLE
Útilaug
Barnalaug
Sólbekkir
Leikvöllur
Nuddpottur
Líkamsrækt
Heilsulind
Gufubað
Tennisvöllur
Frítt internet
Sólarhringsmóttaka
Íbúðir með einu svefnherbergi
Eldhúskrókur
Svefnherbergi
Svalir eða verönd
Garðhúsgögn
Baðherbergi með baðkari eða sturtu
Athugið að rútuferðir til og frá flugvelli eru ekki í boði.
Upplýsingar
Avda de Canarias, Puerto de Mogan, Gran Canaria
Kort