Puerto del Carmen

Los Fariones er afar vinsælt og glæsilegt 5-stjörnu strandhótel í Puerto del Carmen á Lanzarote. Hótelið er umkringt suðrænum görðum og hefur beinan aðgang að lítilli strönd. Öll herbergi bjóða uppá stórkostlega sjávarsýn. Tilvalið hótel til að slaka á og njóta fegurðar umhverfisins. Mælt er með hótelinu fyrir 18 ára og eldri.

GISTING

Herbergin eru stílhrein og þægileg og með verönd eða svölum. Þau eru einnig með gervihnattasjónvarp, útsýni yfir sjóinn, loftkælingu og öryggishólf. Baðherbergin eru með hárþurrku, sloppum og inniskóm, sturtu, sum herbergi einnig með baðkari.  

AÐSTAÐA

Á hótelinu er tennisvöllur, gufubað, heilsulind með nuddþjónustu og 2 frábærar útisundlaugar umkringdar pálmatrjám, hjólaleiga og líkamsrækt. 3 km eru í golfvöll. 

VEITINGAR

Á Los Fariones eru 4 veitingastaðir sem bjóða uppá fjölbreytta rétti á morgnanna og kvöldin. Einnig eru kaffihús, bar og sundlaugarbar. Í hádeginu eða á milli mála geta gestir fengið léttar máltíðir á snarlbarnum.

STAÐSETNING

Aðalströnd Puerto del Carmen er aðeins 50 m frá Los Fariones. Það eru 2km í Lanzarote golfvöllinn og 2,5km í Rancho Texas Park skemmtigarðinn. Lanzarote flugvöllur er í 10km fjarlægð frá Fariones en Arrecife er í 16km fjarlægð.

AÐBÚNAÐUR

Suðrænir garðar

2 útisundlaugar

Nuddpottar

Heilsulind

Nudd

Einkaströnd

Veitingastaðir

Bar

Snarlbar

Þvottaþjónusta

Loftkæling

Sólbaðsaðstaða

Sundlaugarbar

Likamsrækt

Yoga tímar

Heitur pottur

Kaffihús

 

Upplýsingar

C/. Roque del Este, 1 35510 Puerto del Carmen

Kort