Puerto del Carmen

Ereza Apartamentos Los Hibiscos er 2-stjörnu íbúðahótel, sem stendur í hlíðinni fyrir ofan Puerto del Carmen á Lanzarote, aðeins 100m frá Playa Grande ströndinni. 

GISTING

Íbúðirnar eru skreyttar í bláum og hvítum litum. Stofan er með svefnsófa og gervihnattasjónvarpi. Í hverri íbúð er baðherbergi, eldhúskrókur með ísskáp og katli, og öryggishólf. Einnig eru svalir eða verönd.

AÐSTAÐA

Á hótelinu er útisundlaug og frábært útsýni. Góð sólbaðsaðstaða er bæði á svölum íbúðanna og við laugina. 

VEITINGAR

Á hótelinu eru hlaðborðsveitingastaður, bar og snarlbar.

STAÐSETNING

Hótelið er aðeins 100m frá Playa Grande ströndinni og Playa Chica og Puerto del Carmen strendurnar eru báðar í innan við 1km fjarlægð. Lanzarote golfvöllurinn og Rancho Texas Park skemmtigarðurinn eru í 5 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Flugvöllurinn er í 9km fjarlægð.

AÐBÚNAÐUR

Þvottaþjónusta
Útisundlaug
Þráðlaust net gegn gjaldi

Sjónvarp

svalir/verönd

Hlaðborðsveitingastaður

Öryggishólf gegn gjaldi

Bar

 

 

Upplýsingar

Calle Doramas, 15, 35510 Puerto del Carmen

Kort