Playa Blanca

THB Tropical Island er fjögurra stjörnu íbúða gisting staðsett í sjávarþorpinu Playa Blanca sem er í suðurhluta Lanzarote. Í nágrenningu eru meðal annars Los Hervideros hellarnir. Íbúðirnar eru í nokkrum byggingum og við þær eru 10 sundlaugar, 4 barnalaugar og vatnsrennibraut. Fyrir þá sem vilja slaka á þá er boðið uppá svæði sem er aðeins ætlað fullorðnum. THB Tropical Island er fjölskylduvænn gististaður þar sem allir finna eitthvað sem við sitt hæfi.

 

Gisting:

Íbúðirnar eru vel búnar helstu þægindum. Loftkæling er í íbúðum ásamt síma, sjónvarpi, öryggishólfi og hárþurrku. Eldhús er í hverri íbúð, búin ísskáp, örbylgjuofni og raðsuðukatli. Wifi er í boði á öllu hótelinu og er frítt fyrir gesti. Hver íbúð hefur svalir eða verönd.  

 

Aðstaða – Afþreying:

Þrír veitingastaðir eru á hótelinu, Pizzeria, Asískur og Mexikóskur.  Sundlaugarbar, kvöldbar og setustofa er á sameiginlegu svæði. Á gististaðnum er líkamsræktaraðstaða og heilsulind, tennis völlur og fótboltavöllur. Barnaklúbbur er starfræktur á gististaðnum og boðið er uppá skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna á daginn og kvöldin. Einnig er hjólaleiga á hótelinu og frí rútuþjónusta á næstu stönd. Lítil matvöruverslun er á hótelinu. Playa Dorada Beach er í 950 metra göngufæri við hótelið og hinar vinsælu Papagayo strandir eru í ca  2.7 - 3 km. fjarlægð.

 

Veitingar:

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu ásamt bar.

 

Staðsetning:

 THB Tropical Island er staðsett í sjávarþorpinu Playa Blanca sem er í suðurhluta Lanzarote. Næsta strönd við hótelið er Playa Dorada og er í um kílómeters fjarlægð frá hótelinu. Eingöngu 23 km í Lanzarote flugvöll.

 

Aðbúnaður:

Loftkæling

Verönd/svalir

Baðkar/sturta

Hárþurrka

Sjónvarp

Sími

Útisundlaugar

Sólbaðsaðstaða

Sundlaugagarður

Heilsulind

Bar

hlaðborðsveitingastaður

Sána

Heitur pottur

Líkamsræktaraðstaða

Frítt Internet

Ísskápur

Tennisvöllur

Fótboltavöllur

 

Upplýsingar

C/Fragata, 2 35580, Playa Blanca Lanzarote

Kort