Apartamentos Vista Club er þriggja stjörnu íbúðagisting við Santa Ponsa ströndina um 300 metrum frá miðbæ Santa Ponsa. Verslanir, kaffihús og veitingastaðir eru í göngufæri frá hótelinu. Í sundlaugagarðinum er sólbaðsaðstaða með bekkjum og sundlaug. Hægt er að fá íbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum. Athugið að hótelið er í hlíð og hentar alls ekki fólki sem á erfitt með gang.
GISTING
Gestir geta valið stúdíó, íbúðir með einu svefnherbergi eða tveimur. Íbúðirnar eru nokkuð bjartar og einfaldar en búnar helsu þægindum og eru loftkældar. Svefnherbergi, stofa, eldhúskrókur, baðherbergi með svölum eða verönd. Gestir geta leigt öryggishólf, internet og sjónvarp(gegn gjaldi).
AÐSTAÐA
Í sundlaugagarðinum er sólbaðsaðstaða með bekkjum, sólhlífum, bar, sundlaug og barnalaug ásamt leiksvæði fyrir börnin. 24 tíma móttaka, hjólageymsla og töskugeymsla fyrir gesti. Hótelið býður upp á frían akstur niður á strönd. Athugið að Apartmentos Vista Club er staðsett í hlíð og gestir þurfa því að ganga upp tröppur(ca. 170) til þess að komast að hótelinu.
VEITINGAR
Á hótelinu er bar (árstíðarbundinn) og snarlbar með léttar veitingar við sundlaugina.
STAÐSETNING
Apartmentos Vista Club er staðsett um 300 metrum frá miðbæ Santa Ponsa og ströndinni.
AÐBÚNAÐUR Á APARTMENTOS VISTA CLUB
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Snarlbar
Bar
Frítt skutl á ströndina
Töskugeymsla
Þvottahús
Studio/eitt herbergi/tvö herbergi
Lítill ískápur
Lítið eldhús
Hjónarúm
Svefnsófi
Svalir
Stutt í verslanir
ATH
Upplýsingar
Nuno Sanz 20 Santa Ponsa
Kort