Hotel Gran Canaria Princess er gott fjögurra stjörnu hótel sem er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Hótelið er staðsett um 750 gangi frá ensku ströndinni.
AÐSTAÐA
Góður sundlaugargarður með tveim sundlaugum og sólbaðsaðstöðu með bekkjum og sólhlífum. Heilsulind, hárgreiðslustofa, líkamsræktaraðstaða og gufubað er á hótelinu. Frí handklæði eru við sundlaugina fyrir gesti til afnota.
VEITINGASTAÐIR
Tveir veitingastaðir og fjórir barir eru á hótelinu. Skemmtidagskrá er á daginn og kvöldin fyrir gesti hótelsins.
HERBERGI
Vel útbúin og falleg herbergi með loftkælingu, síma og sjónvarpi. Baðherbergi með sturtu og hárþurrku. WI-FI er á hótelinu gegn gjaldi.
STAÐSETNING
Hótelið er í göngufæri við hið vinsæla Yumbo Centre. Golfvöllur er í u.þ.b 2 km. fjarlægð,
ANNAÐ
Sundlaugar
Sundlaugarbarir
Sólbaðsaðstaða
Veitingastaðir
Upplýsingar
Avda. Gran canaria, 18, E-35100 Playa del Inglés, Gran Canaria
Kort