Lloret de Mar

Veitingastaður, bar ásamt leikherbergi með borðtennisborði og snóker er á hótelinu. Skemmtidagskrá er á daginn og kvöldin. Barnaklúbbur fyrir 3 -12 ára er í boði fyrir börn sem dvelja á Hotel Garbi Park en dagskráin fer fram á Hotel Gran Garbi sem er 150 m frá hótelinu. Herbergin eru öll með svölum, loftkælingu, öryggishólfi og gervihnattasjónvarpi. Frítt Wifi er á sameiginlegum svæðum en gegn gjaldi á herbergjum. Hálft fæði er innifalið en hægt er að kaupa fullt fæði.

ATH:
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.
Fyrir 5 stjörnu hótel er gjaldið EUR 2,25 á mann á dag
Fyrir 4 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.90 á mann á dag
Fyrir 2 og 3 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.45 á mann á dag
eingöngu er greitt fyrir fyrstu 7 næturnar og ekki þarf að borga fyrir börn yngri en 16 ára

Upplýsingar

Potosí, 7, 17310 Lloret de Mar, Girona, España.

Kort