Magaluf

Á þessu frábæra hóteli er aldrei dauð stund! Þetta er sérstaklega góður kostur fyrir ungt fólk sem vill gott hótel þar sem ætíð er líf og fjör á besta stað á Mallorca. Hótelið er staðsett í hinu fjöruga Magaluf og er skipt í tvær byggingar með stóran vatnsrennibrautagarð í miðjunni. Tveir stórir sundlaugagarðar tilheyra hótelinu með sólbaðsaðstöðu og bekkjum þar sem hægt er að njóta alls þess sem hótelið hefur upp á að bjóða. Við komu á hótelið þarf að borga 30 evrur á mann í tryggingu sem svo endurgreiðast í lok dvalar.

Hótel svæðið skiptist í þrennt:

  1. The Stage - Utandyra tónleikastaður
  2. Vatnsrennibrautargarður - 9 rennibrautir og bannaður innan 18 ára!
  3. Island Beach Club - strandbar í sundlaugagarðinum og drykkir innifaldir

GISTING 

Á BH Mallorca eru 656 nútímalegar, fullbúnar og glæsilegar svítur. Á þeim er háhraða internet, loftræsting, stórir speglar, flatskjár með enskum og spænskum stöðvum og sem hægt er að tengja við ipod. 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er stór sundlaugargarður með tveimur útisundlaugum, strandklúbb og öldulaug. Í sundlaugargarðinum er einnig veitingastaður og barir. Í miðjum garðinum er svo vatnsrennibrautargarðurinn með bröttum og spennandi rennibrautum. Athugið að allar 9 rennibrautirnar eru bannaðar einstaklingum yngri en 18 ára. Á BH er einnig glæsileg heilsurækt og snyrtistofa fyrir þá sem vilja halda sér í formi í fríinu. Að sjálfsögðu er hágæða internet og loftkæling á öllu hótelinu. 

AFÞREYING

Starfsfólk hótelsins heldur uppi fjörinu og tryggir að daga sem nætur sé eitthvað um að vera. Plötusnúður spilar fyrir gesti á meðan þeir slappa af í sólbaði. Tvisvar í viku eru lifandi viðburðir á sviði hótelsins sem nefnist THE STAGE og spila reglulega frægir plötusnúðar þar. Aðgangur að þessu sviði er innifalinn í verði hótelsins! Strandklúbburinn heldur skemmtilega viðburði 3 í viku og eru drykkir þar innifaldir í „öllu inniföldu“ verði hótelsins. Magaluf ströndin er aðeins fimm mínútur frá hótelinu auk þess sem fjöldi veitingastaða og verslana eru í krignum hótelið. Hótelið er nú þegar búið að tilkynna að David Guetta, Tiesto, Craig David, Tinie Tempah og Steve Aoki spili á hótelinu í sumar!  

Aðgangur er innifalinn í verðinu á gistingunni og hægt er að sjá lista yfir viðburðina hér að neðan. 

Viðburðir á The Stage í sumar

Tvisvar í viku í allt sumar munu stór nöfn spila á THE STAGE sem er stærsti úti skemmtistaður Mallorca en hann er einmitt staðsettur í öðrum sundlaugagarðinum! Tónleikarnir eru innifaldir í gistingunni!

Nánari upplýsingar um viðburði má finna inni á heimasíðu hótelsins.

BCM skemmtistaðurinn er síðan hinum megin við götuna en hann er þekktur á heimsvísu fyrir risa stór klúbbakvöld! 
 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir sem bjóða upp á hlaðborð. Þeir gestir sem keypt hafa „allt innifalið“ pakkann fá mat og drykk þar frá 11:00-22:00 á kvöldin. Úrval góðra veitingastaða og frábæra bari má finna í mínútu fjarlægð frá hótelinu. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett á Magaluf á Mallorca um 18 km frá flugvellinum. Nálægt því eru ótal verslanir og veitingastaðir. Beint á móti hótelinu er einn vinsælasti klúbbur Magaluf BCM Magaluf. 

AÐBÚNAÐUR Á BH MALLORCA 

656 Svítur

Morgunverður/hálft fæði/allt innifalið

Vatnsrennibrautargarður

Útisundlaug 

Tveir veitingastaðir

Góð sólbaðsaðstaða 

Strandklúbbur

Strandpartí 

DJ við sundlaugina 

Stórt svið 

Tónleikar innifaldir í verði 

Frítt háhraða internet 

Loftræsting

Flatskjár

Öldulaug

Bar

Sólarhringsmóttaka 

Líkamsrækt 

Snyrtistofa

Dagleg þrif 

Töskugeymsla

ATH
Þetta hótel er ekki fjölskylduvænt. 
 
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Avinguda Palmers 2, Magaluf- Mallorca

Kort