Apartmentos Globales Verdemar mjög fín þriggja stjörnu gisting. Ágætur sundlaugagarður með bekkjum, sólhlífum og sundlaug. Greiða þarf 3,50 evrur á dag fyrir sólbekki.
GISTING
Í boði eru studíó, þau eru loftkæld og í þeim er ískápur, örbylgjuofn, sjónvarp og öryggishólf(gegn gjaldi). Gestir geta keypt aðgang að interneti inn í íbúðirnar.
Baðherbergi eru með sturtu og hárþurrku.
AÐSTAÐA
Ágætur sundlaugagarður með bekkjum, sólhlífum, stórri sundlaug og barþjónustu. Fallegt útsýni er úr garðinum yfir sjóinn. Athugið að gestir þurfa að greiða 3,50 evrur á dag fyrri sólbekki. Í sundlauginni er afmarkaður grynnri partur fyrir börnin. Ef að gestir fá leið á sundlaugagarðinum er mjög stutt niður í tæran sjóinn. Á hótelinu er sólarhringsmóttaka, þvottahús(gegn gjaldi) og setustofa með sjónvarpi.
AFÞREYING
Dagskrá fyrir bæði börn og fullorðna á hótelinu. Reglulega heldur hótelið bingó, quiz eða aðra skemmtun. Stutt frá hótelinu eru þrír golfvellir og hið fjöruga næturlíf Magaluf.
VEITINGASTAÐUR
Fresco sundlaugarbarinn sér gestum fyrir hressandi drykkjum, morgunverði og öðru snarli á meðan sólin er uppi. Þeir gestir sem eru orðnir þreyttir á því að elda geta síðan snætt a la carte á veitingastaðnum síðar um kvöldið og notið útsýnisins.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett í Santa Ponsa með fallegt útsýni yfir sjóinn og ströndina. Hótelið er um 20 km frá borginni Palma og um 32 km frá flugvellinum.
AÐBÚNAÐUR Á APARTMENTOS GLOBALES VERDEMAR
Stúdíó
Útisundlaug
Sólbekkir(gegn gjaldi)
Sundlaugabar
Sturta/bað
Svalir
Lítið eldhús
Loftræsting
Veitingastaður/snarlbar
Skemmtidagskrá
ATH
Upplýsingar
C/Ramon De Montcada, 14 Santa Ponsa-Mallorca-Spánn
Kort