Porto Cristo

Porto Drach er frábært fjögurra stjörnu íbúðahótel í Porto Cristo. Hótelið er í um 10 mínútna göngufjarlægð er að ströndinni. Umhverfi hótelsins er líflegt og skemmtilegt þar sem má finna marga bari og veitingastaði. Við hótelið er sundlaug og góð aðstaða til sólbaða. Drekahellarnir eru í aðeins 400 metra fjarlægð frá hótelinu og er tilvalið fyrir gesti hótelsins að heimsækja þá. Þetta hótel hentar frekar pörum eða vinum heldur en fjölskyldum með ung börn. 

GISTING 

Aðeins 51 herbergi eru á hótelinu. Íbúðirnar á Porto Drach eru mjög smekklega innréttaðar með baðherbergi, ísskáp og eldhúskrók. Í öllum herbergjum er flatskjár og loftkæling. Sumar íbúðir eru með svölum/verönd með sjávarsýn. 

AÐSTAÐA 

Porto Drach er einfalt hótel þar sem sameiginleg aðstaða er snyrtileg og fallega innréttuð. Í garðinum er sundlaug og aðstaða fyrir gesti til þess að sóla sig. Inni fyrir er setustofa þar sem gestir geta slakað á og kælt sig niður á heitum dögum. Á hótelinu er frítt internet, þvottahús og hægt er að kaupa aðgang að bílastæðum hjá hótelinu. 

AFÞREYING 

Hótelið er staðsett um 400 metra frá hinum frægu Drekahellum og 1 km frá Hams-hellinum og því tilvalið að gestir heimsæki þá. Á þessu hóteli eru ekki kvöldskemmtanir eða barnaklúbbur heldur er fremur gert ráð fyrir að gestir vilji sækja afþreyingu utan hótelsins. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er veitingastaðurinn SOMA þar sem gestir geta snætt úti og horft yfir höfnina. Í ca. 5 mín göngufjarlægð eru ótal veitingastaðir og pöbbar.

STAÐSETNING 

Port Drach íbúðahótel er staðsett á Passeig d'es Cap d'es Toi nr. 25 í Porto Cristo um 60 km frá flugvellinum. Hótelið er stutt frá Dreka hellunum og höfninni. Hótelið er um 150 m. frá hjarta Porto Cristo og stutt frá ströndinni.  Auðvelt er að nálgast allar almenningssamgöngur frá þessu hóteli. 

AÐBÚNAÐUR Á PORTO DRACH

Lyfta 

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Handklæði 

Bílastæði

Loftkæling/kynding 

Eldhúskrókur

Ísskápur

Ofn 

Eldavél 

Setustofa

Flatskjár með diskadrifi

Veitingastaður

Bílaleiga 

Þvottahús

Sólarhringsmóttaka

ATH

Ekki er boðið upp á akstur á þessa gistingu.

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Passeig d'es Cap d'es Toi, 25, 07680

Kort