Palmanova

Aquasol er þriggja stjörnu gisting á Palmanova aðeins 200 metrum frá ströndinni. Fínn garður með sundlaug og sólbekkjum. Dagleg afþreying og skemmtun ásamt barnaklúbbi. Íbúðir með eldhúskrók. 

GISTING

Gestir Aquasol geta valið íbúð með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum. Eins herbergja íbúðin hentar ágætlega tveimur fullorðnum og einu til tveimur börnum. Í íbúðinni er hjónarúm og svefnsófi í stofunni. Tveggja herbergja íbúðin er með tveimur hjónarúmum og svefnsófa sem rúmar tvo. Þriggja herbergja íbúðin er með þremur hjónarúmum og einum svefnsófa. Í öllum herbergjum er lítið eldhús með smárri eldavél, ískáp, brauðrist og örbylgjuofn. Gestir geta keypt aðgang að interneti. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er fín sundlaug og sólbekkir og á hótelinu er lítil matvöruverslun. Leikjaherbergi er við hliðin á barnum þar sem ungir sem aldnir ættu að geta fundið sitthvað við sitt hæfi. 

AFÞREYING 

Kvöldskemmtanir eru á hótelinu þar sem ýmsir skemmtikraftar troða upp.

VEITINGASTAÐIR 

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir og nokkrir barir. Veitingastaðurinn Fresco er úti við sundlaugina og þar geta gestir gætt sér á tapas réttum, snarli eða léttum réttum. Reglulega er líka grillað! Veitingastaðurinn Citrus er með fjölbreytt hlaðborð fyrir gesti á morgnana og kvöldin. 

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur fyrir krakka á aldrinum 4-12 ára. Fyrir yngri kríli eru sérstök leiksvæði. Oli - lukkudýr hótelsins stýrir svo mini-diskó á kvöldin fyrir hressa krakka! 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett í Palmanova einungis 200 metrum frá ströndinni. Í næsta nágrenni eru veitingastaðir og verslanir. 

AÐBÚNAÐUR Á APARTMENTOS VISTA CLUB 

Íbúðir með einu/tveimur/þremur svefnherbergjum

Lítið eldhús 

Baðherbergi

Svefnsófi

Svalir

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Snarlbar

Loftkæling

Leikvöllur

Skemmtikraftar

Barnaklúbbur

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá hótela getur verið árstíðarbundin.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Pinzones, 61, 07181 Palmanova

Kort