Globales Palmanova Palace er fjögurra stjörnu hótel steinsnar frá ströndinni í Palma Nova sem er ein af fallegri ströndum Mallorca. Hótelið er aðeins 14 km frá höfuðborginni Palma. Í næsta nágrenni eru veitingastaðir og barir.
GISTING
Herbergin eru ágætlega rúmgóð og öll með svölum, loftkælingu, öryggishólf (aukagjald), kæliskáp, gervihnattasjónvarp, síma og wifi (aukagjald). Baðherbergin eru með baðkar/sturtu, hreinlætisvörur og hárþurrku.
VEITINGAR
Góður hlaðborðsveitingastaður, cafeteria, snarlbar og sundlaugarbar.
AFÞREYING
Í hótel garðinum eru sundlaugar bæði fyrir börn og fullorðna ásamt sólbaðsaðstöðu, barnaleikvelli og leikherbergi fyrir börnin. Borðtennis, billiard, bogfimi ásamt skemmtidagskrá og leikjum fyrir alla aldurshópa.
Líflegt næturlíf í Magaluf er í tæplega 2km fjarlægð frá hótelinu.
Í NÁGRENNI HOTELS
Palma Nova Beach, 400 metrar, BCM Magaluf (næturklúbbur) er í 1.4 km fjarlægð, Katmandu Park 1,6 km., Islands Beach Club, 1,6 km., Twisted Water Park 1.7 km., The Pirates Adventure 2.3 km., Aqualand 2,5 km.,
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.
Upplýsingar
Miguel de los Santos Oliver, 15 07181 Palmanova - Mallorca
Kort