Globales Pionero Í Santa Ponsa Park, er fallegt fjögurra stjörnu hótel staðsett á hinu vinsvæla svæði "Santa Ponsa". Í næsta nágrenni eru veitingastaðir, barir og verslanir. Í garði hótelsins er sundlaug fyrir börn og fullorðna ásamt aðstöðu til sólbaða.
GISTING
Herbergin eru ágætlega rúmgóð og með svölum. Á herbergjum er loftkæling, öryggishólf(aukagjald) gervihnattasjónvarp, kæliskápur og wifi (aukagjald)
Baðherbergi eru með sturtu eða baðkari, hreinlætisvörur og hárþurrku.
VEITINGAR:
Hlaðborðsveitingastaður með gott úrval af salat, ferskum fiski og kjöti og eftirréttum, einnig eru þeir með þema kvöld t.d. ítalska matargerð. Pizzeria er á hótelinu með pizzur, pasta og salat.
Bar / setustofa opin frá kl. 10.00 til 24.00 sundlaugar bar opinn frá kl. 10.00 til kl. 24.00 og pizzerian er opin frá 11.00 - 18.00 og 22.00 - 24.00
AFÞREYING
Þrjár útisundlaugar, þar af ein barnalagu, skemmtidagskrá á daginn og kvöldin fyrir börn og fullorðna. Innisundlaug er á hótelinu þar hægt er að fara í gufubað og solarium. Leikjaherbergi, billiard, miniklúbbur,
ping pong og sjónvarpsherbergi. Ströndin á Santa Ponsa er í göngufæri og möguleiki að komast í vatnasport, einnig eru verslanir, veitingastaðir og barir við ströndina.
Í NÁGRENNI HÓTELS
Santa Ponsa ströndin, 300 metrar, Santa Ponsa Plaza, 300 metrar, Jungle Park 1.7 km, Western Water Park 3 km., Aqualand 3,3 km., og The Pirates Adventure 3.9 km.,
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.
Upplýsingar
Carrer Gran Via Puig de Teix, 5,
Kort