Santa Ponsa

Apartmentos Holiday Park er tveggja stjörnu gisting í Santa Ponsa, hótelið er í göngufæri við ströndina. Við hótelið er lítil matvöruverslun, verslanir og veitingastaðir eru í næsta nágrenni.

GISTING

Íbúðirnar eru notalegar og alrýminu er lítið eldhús ásamt borði og svo svefnsófa en íbúðin hefur líka svefnherbergi. Hægt er að leigja öryggishólf og loftkælingu.

AÐSTAÐA 

Fínasta aðstaða er á hótelinu en gestir geta tekið sundsprett í sundlauginni eða sólað sig í garðinum. Einnig er lítil matvöruverlsun á hótelinu og stutt í aðrar verslanir og veitingastaði. 

VEITINGASTAÐIR 

Á hótelinu er sundlaugabar þar sem hægt er að fá sér léttar veitingar og einu sinni í viku er grill.

STAÐSETNING 

Hótelið er í um 5 min göngufjarlægð frá ströndinni, 2 km í golfvöllinn, barir og verslanir í um 5 min göngufjarlægð og flugvöllurinn í 20 min fjarlægð í bíl.

AÐBÚNAÐUR

Íbúðir með einu svefnherbergi 

Svefnsófi 

Svalir

Lítið eldhús 

Salerni 

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Bar 

Billiard borð

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Carrer de Ramon de Montcada, 35,

Kort