Magaluf

Sol House The Studio, áður Sol House Mallorca, er flott 4* hótel á Magaluf, stutt frá ströndinni. Þetta er partýhótel en haldin eru sundlaugarpartý vikulega og DJ sem spilar.

GISTING 

Herbergin eru nýtískuleg og snyrtileg og hafa allt það helsta, sem dæmi má nefna sjónvarp, hárþurrku og öryggishólf. Hægt er að velja um tvíbýli eða tvíbýli með sundlaugarsýn.

AÐSTAÐA 

Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og sólbekkjir og því góð aðstaða til að sóla sig. Önnu laugin er uppi á smá þaki og þar er einnig bar og sólbekkir. Líkamsræktin er opin allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. 

VEITINGASTAÐUR 

Boðið er upp á hlaðborðsveitingastað sem býður upp á morgunmat og kvöldmat, einnig er hægt að panta snarl á sundlaugarbarnum en svo er líka bar sem kallast Play bar en þar er hægt að fá morgunmat allan daginn fyrir það sem ná ekki að vakna um morguninn. (Panta þarf sérstaklega af Play bar)

STAÐSETNING 

 Hótelið er staðsett rétt við ströndina eða einungis nokkrum min og eru rúmlega 16 km til höfuðborgarinnar Palma. 

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Handklæði í garðinn (gegn gjaldi)

Internet 

Veitingasstaður (hlaðborð)

Bar

Billiard

Sundlaugarpartý

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

 

Fallegt og skemmtilegt 4* hótel á Magaluf. Hótelið er miðsvæðis á Magaluf, ströndin og aðal verslunargatan rétt hjá. Veitingarstaðir, barir og skemmtistaðir allt um kring. Einungis 16 km eru til Palma. Endalausir möguleikar eru á afþreyingu fyrir utan hótelið eins og t.d. sjóskíði, köfun, hægt að fara í fjallgöngur og í jeppasafarí. Fallegur sundlaugagarður með sólbekkjum, sólhlífum og bar. Líkamsrætarstöð þar sem einnig er boðið upp á crossfit og jumping fitness. Snyrtistofa er á hótelinu. Um helgar er DJ á staðnum ásamt gesta DJ sem halda uppi stuðinu fram á morgun. Falleg vel búin herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi og litlum kæli. Frítt WiFi er á öllu hótelinu. Boðið er upp á þvottaþjónustu. Frábært hótel fyrir þá sem vilja skemmta sér í fríinu. Hótelið var allt tekið í gegn 2015.

Upplýsingar

C/ Blanca, 2 - Calviá Beach Majorca - Calvia 07181 Spain

Kort