Maspalomas

Maspalomas Princess er glæsilegt 4ra stjörnu hótel staðsett um 3. km frá Ensku ströndinni. Hótelið gert upp að hluta árið 2019. Um er að ræða hótel í suðrænum stíl, þar sem pálmatréin umlykja fallegan sundlaugargarðinn, sundlaugarbari og gerviströndina sem þar er.

GISTING 

Herbergin eru búin öllum helstu þægindum til þess að gera fríið sem notalegast. Þau eru loftkæld með svölum eða verönd. Þar er einnig að finna sjónvarp, skrifborð og baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku. Herbergin eru þrifin daglega og skipt er á rúmum 2 í viku. Ekki þarf að greiða aukalega fyrir barnarúm. 

AÐSTAÐA

Stór og fallegur sundlaugargarður er við hótelið með góðri sólbaðsaðstöðu með bekkjum og sólhlífum. Þar eru sex útilaugar, fjórar fyrir fullorðna og tvær barnalaugar sem eru upphitaðar yfir vetrartímann. Gerviströnd er einnig í garðinum. Á hótelinu er líkamsrækt sem gestir geta sótt sér að kostnaðarlausu og tennisvöllur (gegn gjaldi). Auk þess er hárgreiðslustofa á hótelinu. 

AFÞREYING

Við hótelið er mikil afþreying má þar nefna glæsilegan mini-golf völl, leiksvæði fyrir börn, stórt taflborð og borðtennisborð. Skemmtidagskrá er í boði á daginn og kvöldin fyrir börn og fullorðna. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, annars vegar hlaðborð og hins vegar La Hacienda sem er staðsettur við sundlaugarbakkann og bíður meðal annars upp á ekta spænska tapas-rétti. Nokkrir barir eru á hótelinu, bæði sundlaugarbarir og barir þar sem hægt er að njóta lifandi tónlistar og skemmtunar fram eftir kvöldi.

FYRIR BÖRNIN

Skemmtilegt hótel fyrir krakka. Barnaklúbbur fyrir 5 -12 ára börn er á hótelinu og leiksvæði fyrir börnin.

STAÐSETNING 

Hótelið er um 3 km frá Playa del Inglés. Hinar frægu sandöldur Maspalomas eru stutt frá, sem og 18 holu golfvöllur Maspalomas Golf og Meloneras Golf. 

AÐBÚNAÐUR Á MASPALOMAS PRINCESS

Útisundlaug 

Gerviströnd 

Sólbaðsaðstaða 

Bekkir 

Upphituð sundlaug (yfir vetrarmánuðina)

Barnalaug 

Leikvöllur 

Barnadagskrá 

Skemmtidagskrá 

Hlaðborðsveitingastaður 

Veitingastaður 

Barir

Snarlbar 

Líkamsrækt 

Hárgreiðslustofa

Taflborð 

Tennis 

Borðtennisborð 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av. Touroperador Tui, s/n, 35100 Maspalomas, Las Palmas, Spánn

Kort