Illetas

Europe Playa Marina er flott 4ra stjörnu hótel vel staðsett við sjóinn í Iletast sem er einungis 13 km frá borginni Palma. Hótelið var nýlega uppgert að hluta til. Snyrtilegur sundlaugagarður með sundlaug, bekkjum, sólhlífum og sundlaugabar. Frítt internet á hótelinu. 

GISTING 

Á þessu 8 hæða hóteli eru 159 notaleg herbergi. Öll herbergi eru loftkæld, með svölum, síma, gervihnattasjónvarpi og öryggishólfi(gegn gjaldi). Á herbergjum er einnig míní-ískápur og hárblásari. Þeir gestir sem velja Junior svítuna fá einnig frítt wifi inn á herbergi, baðslopp handklæði ofl. 

AÐSTAÐA 

Hotel Europe Playa Marina er staðsett alveg við ströndina. Fallegur garður með lítilli útisundlaug og sólbaðsaðstöðu. Frábært útsýni úr sundlaugagarðinum þar sem gestir geta sólað sig og horft beint út á fallegan sjóinn. Hægt er að ganga beint úr garðinum og niður á lítinn pall þar sem horft er niður í tæran sjóinn. Hjólaleiga er á hótelinu og tilvalið er að leigja sér hjól og kanna þessa fallegu eyju. Á hótelinu er lítil líkamsræktaraðstaða.

AFÞREYING 

Hótelið er mjög vel staðsett og stutt er í þá ótal afþreyingu sem Mallorca hefur upp á að bjóða. Á hótelinu geta gestir farið í nudd(gegn gjaldi). Hótelið er stutt frá golfvelli. 

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir. Einn sem framreiðir morgun- og kvöldverð þar sem gestir geta snætt með útsýni yfir fallegan sjóinn. La Taberna er góður veitingastaður þar sem gestir geta snætt hádegisverð. Á báðum veitingastöðum er hlaðborð. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett við sjóinn í Illetas. Einungis 15 mínútur er með bíl inn í miðbæ Palma. 

AÐBÚNAÐUR Á EUROPE PLAYA MARINA 

Útisundlaug

Líkamsrækt

Fallegt útsýni

Veitingastaður(Hlaðborð)

Hárþurrka 

Frítt internet í sameiginlegu rými

Lyfta 

Baðkar 

Svalir 

Líkamsrækt

Loftkæling/kynding

Gervihnattarsjónvarp

Öryggishólf(gegn gjaldi)

Sólarhringsmóttaka

Farangursgeymsla

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá hótela getur verið árstíðarbundin. 

Ekki er boðið upp á akstur á þessa gistingu. 

Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Paseo Illetas, 68 07181 Illetas - Mallorca Islas Baleares

Kort