Dolores Apartments er fín 2ja stjörnu gisting í um 200 metrum frá ströndinni. Stúdíóíbúðirnar eru nýlega uppgerðar og fylgja svalir eða verönd hverju stúdíói. Þetta hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. ATHUGIÐ að ekki eru lyftur í byggingu 2 og 3 - aðeins í byggingu númer 1.
GISTING
Boðið er upp á stúdíóíbúðir og þeim fylgja einkasvalir eða verönd. Í stúdíóíbúðunum er lítið eldhús með helluborði og örbylgjuofni.
AÐSTAÐA
Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Þráðlaust net er í almennu rými en hægt er að fá nettengingu í íbúðina gegn gjaldi.
STAÐSETNING
Hótelið er rétt við Ensku ströndina. Í göngufæri eru helstu verslanir og veitingastaðir.
AÐBÚNAÐUR Á DOLORES APARTMENTS
Stúdíóíbúðir
Eldunaraðstaða
Baðherbergi
Svalir/verönd
Útisundlaug
Þráðlaust net
Stutt í strönd
Upplýsingar
Av. de Bonn, 4, 35100 Las Palmas, Spánn
Kort