Enska ströndin

Dolores Apartments er fín 2ja stjörnu gisting í um 200 metrum frá ströndinni. Stúdíóíbúðirnar eru nýlega uppgerðar og fylgja svalir eða verönd hverju stúdíói. Þetta hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. ATHUGIÐ að ekki eru lyftur í byggingu 2 og 3 - aðeins í byggingu númer 1.

GISTING 

Boðið er upp á stúdíóíbúðir og þeim fylgja einkasvalir eða verönd. Í stúdíóíbúðunum er lítið eldhús með helluborði og örbylgjuofni. 

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Þráðlaust net er í almennu rými en hægt er að fá nettengingu í íbúðina gegn gjaldi. 

STAÐSETNING 

Hótelið er rétt við Ensku ströndina. Í göngufæri eru helstu verslanir og veitingastaðir.

AÐBÚNAÐUR Á DOLORES APARTMENTS 

Stúdíóíbúðir 

Eldunaraðstaða 

Baðherbergi 

Svalir/verönd 

Útisundlaug 

Þráðlaust net 

Stutt í strönd 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.  

Upplýsingar

Av. de Bonn, 4, 35100 Las Palmas, Spánn

Kort