Playa de Palma

Occidental Playa de Palma hét áður Hotel Barceoa Pueblo Park er gott 4ra stjörnu hótel á Playa de Palma aðeins 200 metrum frá ströndinni. Stutt er í alla helstu þjónustu og veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni við hótelið. Við hótelið er góður garður með sundlaug. 

GISTING 

Á hótelinu eru bæði íbúðir og herbergi. Herbergin eru snyrtileg og smekklega hönnuð tvíbýli í nútímalegum stíl, búin helstu þægindum. Þar er að finna sjónvarp, öryggishólf(gegn gjaldi) og svalir eða verönd. Herbergin eru loftkæld og frír internet aðgangur er á herbergjum. Baðherbergið er með baðkari og hárþurrku. Herbergin henta tveimur einstaklingum eða pari.  Íbúðirnar eru stærri og henta t.d. þremur einstaklingum eða tveimur fullorðnum og tveimur ungum börnum. Þar er að finna herbergi með hjónarúmi og í stofunni er svefnsófi. Íbúðirnar eru einnig loftkældar, með fríu interneti og svölum eða verönd. Þar er einnig að finna lítinn ísskáp. 

AÐSTAÐA 

Á Occidental Playa de Palma er góður garður með sundlaug og barnalaug ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er heilsulind þar sem gestir geta farið í nudd eða hinar ýmsu snyrtimeðferðir(gegn gjaldi) eða farið í gufubað. Þar er einnig að finna líkamsræktaraðstöðu. Á hótelinu er aðstaða fyrir hjólreiðafólk. Frítt, þráðlaust internet er á hótelinu. 

AFÞREYING 

Yfir sumartímann geta gestir farið í pilates á hótelinu. Á kvöldin eru kvöldskemmtanir fyrir alla fjölskylduna. 

VEITINGASTAÐIR 

Á hótelinu er veitingastaðurinn Es Siurell Buffet Restaurant þar sem gestir geta notið þess að smakka fjölbreytt úrval gómsætra diska í formi hlaðborðs. Þar eru bæði spánskir réttir og alþjóðlegir. Í garðinum er Es Molí snarlbarinn þar sem gestir geta nært sig yfir daginn og séð til þess að allir séu vel vökvaðir í sólinni. Á hótelinu er svo að lokum Lounge bar þar sem gestir geta svalað þorstanum með kokteilum eða öðrum fljótandi veigum. Veitingastaðir og barir eru svo í næsta nágrenni við hótelið. 

FYRIR BÖRNIN

Í garðinum er barnalaug fyrir yngri gestina. 

STAÐSETNING 
Hótelið er staðsett á Playa de Palma, 200 metra frá ströndinni. Stutt er inn til höfuðborgarinnar Palma frá Play de Palma. 

AÐBÚNAÐUR Á Occidental Playa de Palma

Sólbaðsaðstaða

Barnalaug 

Snarlbar

Tvíbýli

Íbúðir 

Baðherbergi

Svalir/veröld 

Hárþurrka 

Mini-bar

Frítt internet

Sjónvarp 

Sími

Hjólreiðaaðstaða

Kvöld-dagskrá 

Heilsulind

Nudd

Gufubað 

Líkamsræktaraðstaða

Hlaðborðsveitingastaður 

Bar

Loftkæling

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.


 

Upplýsingar

C/ Fra Joan Llabrés, 16 | 07600

Kort