Hotel Agua Beach er góð 4ra sjörnu gisting. Hótelið er vel staðsett, stutt frá Palmanova ströndinni. Í göngufæri er fjölbreytt næturlíf svæðisins. Góð aðstaða og falleg herbergi með svölum eða verönd. Hótelið er einungis fyrir 18 ára og eldri
GISTING
Björt, fallega hönnuð herbergi með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, mini-bar og öryggishólfi(gegn gjaldi). Góð barherbergi með hárþurrku, litlum snyrtivörum sturtu eða baðkari. Á öllum herbergjum eru svalir eða verönd með stólum þar sem gestir geta slakað á. Internet er á öllum herbergjum.
AÐSTAÐA
Mjög fín sameiginleg aðstaða er á Hotel Agua Beach með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Mjög fallegur garður þar sem gestir geta sólað sig og slakað á með útsýni yfir Miðjarðarhafið. Heitur pottur er í garðinum og líkamsræktaraðstaða er á hótelinu fyrir gesti.
AFÞREYING
Á kvöldin er lifandi tónlist, salsadansarar eða aðrir skemmtikraftar. Stutt er í góða golfvelli.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu er veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð með margbreytilegri matseld. Einnig er lítill bar sem framreiðir ekta spænska tapasrétti á milli 9 og 5.
STAÐSETNING
Hotel Agua Beach er vel staðsett einungis 150 metra frá Palmanova ströndinni á Paseo del Mar götunni. Í göngufæri eru verslanir, veitingastaðir, barir og frábært næturlíf Mallorca. 14 km eru í miðbæ borgarinnar Palma og 26 km í flugvöllinn. Góð staðsetning til þess að kanna allt sem Mallorca hefur upp á að bjóða.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL AGUA BEACH
Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða
Lyfta
Einungis 18 ára og eldri
Útisundlaug
Verönd
Líkamsrækt
Veitingastaður(hlaðborð)
Bar með tapasrétti
Stutt í ströndina
Heitur pottur
Sturta/baðkar
Svalir
Frítt internet
Miní-ískápur
Loftræsting
Hárþurrka
Litlar snyrtivörur
Sjónvarp
Öryggishólf(gegn gjaldi)
Sólarhringsmóttaka
Setustofa
ATH
Upplýsingar
Paseo Del Mar 24 Palmanova Mallorca
Kort