Hotel Cristina er ágætt 5 stjörnu hótel í Las Palmas um 50 metra við Playa Canteras. Snyrtilegur pallur með góðu útsýni með sundlaug og sólbekkjum en mjög stutt er einnig niður á strönd. Björt og fallega innréttuð herbergi með loftkælingu. Hótelið er aðeins fyrir 16 ára og eldri.Staðsett miðsvæðis í Las Palmas
GISTING
Björt og snyrtileg herbergin með loftkælingu,minibar, flatskjá, gervihnattarásir og þráðlausu neti. Baðherbergi með sturtu eða baðkari og hárþurrku. Herbergin eru þrifin daglega. Svalir eða verönd fylgja öllum herbergjum. Hægt er að fá hraðsuðuketil - hafa þarf samband við gestamóttöku.
AÐSTAÐA
Á annarri hæð hótelsins er snyrtilegur pallur með frábæru útsýni yfir sjóinn með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er einnig heilsurækt, gufuböð og hægt er að fara í nudd.
AFÞREYING
Í gestamóttöku er píanóbar og í kjallara hótelsins er diskótek.
VEITINGASTAÐUR
Á hótelinu er veitingastaður, Areca, þar sem að gestir fá að velja sér rétti af matseðli. Ef gestir velja sér hálft fæði er morgunverðarhlaðborð og annað hvort hádegis- eða kvöldverður innifalinn. Í hádegis- eða kvöldverðinum velja gestir sér tvo rétti og eftirrétt af matseðli. Hádegisverður fer fram frá 13:00-16:00 og kvöldverður frá 20:00-23:00. Beach Club bar - a la carte ( hádegisverður) Lobby bar.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í Las Palmas um 50 metra frá Puerto de La Luz höfninni og alveg við ströndina. Stutt er í alla helstu þjónustu, góða veitingastaði og verslanir. Playa de las Caneras er afar fallegt strandsvæði á Las Palmas á Gran Canaria. Það má með sanni segja að hér sé allt til alls, enda öll hótelin okkar staðsett við ströndina eða í næsta nágrenni. Las Palmas er án efa heimsborg með líflegum hverfum þar sem tilvalið er að versla, borða góðan mat eða einfaldlega þræða fallegar götur Triana hverfisins, sem hefur að geyma sögu og menningu eyjunnar. Borgin er staðsett á norð-austurhluta eyjunnar og er þar að finna milt og gott loftslag sem er margbreytilegra en á suðurhlutanum. Það tekur 40 mínútur að keyra til suðurhluta eyjarinnar.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL CRISTINA
Útisundlaug
Sundlaugarbar
Sólbekkir
Stutt í strönd
Líkamsrækt
Heilsurækt
Nudd
Gufubað
Snarlbar
Veitingastaður
Frítt internet
Loftkæling
Þvottahús
Herbergisþrif
Upplýsingar
Calle Gomera, 6 Las Palmas de Gran Canaria, 35008, Spain
Kort