Maspalomas

Bull Vital Suites er góð 4ra stjörnu gisting rétt hjá Maspalomas Golf golfvellinum. Hótelið er tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf. Hótelið er staðsett á friðsælum stað nálagt Maspalomas sandöldunum. Í nágrenni við hótelið eru ótal góðir veitingastaðir og barir og hin fræga Enska strönd er í 1 km fjarlægð frá  hótelinu. 

GISTING 

Á þessu hóteli eru einungis rúmgóðar svítur sem samanstanda af einu svefnherbergi með hjónarúmi, stofu með svefnsófa og baðherbergi með baðkari. Svíturnar eru loftkældar og þar er að finna sjónvarp, síma, mini-bar, öryggishólf (gegn gjaldi). Öllum junior svítum fylgja svalir eða verönd. Hægt er að fá baðsloppa í gestamóttökunni gegn 25€ tryggingu. Gestir fá sundlaugar handklæði á hótelinu, rukkuð er 1€ fyrir að láta þvo handklæðið og er gengið frá því í gestamóttökunni.

AÐSTAÐA
 
Gróðursæll, fallegur garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu er við hótelið. Þar er einnig að finna Bali rúm til þess að slaka á í. Heilsulind hótelsins býður upp á nudd og margskonar snyrtimeðferðir ásamt líkamsræktaraðstöðu. Frítt internet er í gestamóttöku. 
 
AFÞREYING 
 
Góð setustofa þar sem gestir geta kælt sig niður og fengið sér fordrykk eða slakað á eftir góða máltíð. Hótelið er staðsett rétt hjá Maspalomas Golf og einungis 15 mínútna akstur er í aðra góða golfvelli. 
 
VEITINGAR
 
Á hótelinu er veitingastaðurinn El Capricco sem er hlaðborðsveitingastaður sem sérhæfir sig í Miðjarðarhafsmatseld og fjölbreyttum alþjóðlegum mat. Hann er opinn á morgnana og á kvöldin. Á hótelinu er einnig sundlaugarbar. Þeir sem eru með hálft fæði velja af matseðli forrétt, aðalrétt og eftirrétt svokallaður "Set Menu".
 
STAÐSETNING 
 
Hótelið er staðsett rét hjá Maspalomas Golf golfvellinum og hentar því kylfingum vel. 
 
AÐBÚNAÐUR Á VITAL SUITES

Útisundlaug

Sólbekkir

Sundlaugabar 

Stutt á stöndina

Líkamsrækt 

Heilsulind

Gufubað

Nudd

Veitingastaður 

Bar 

Lifandi tónlist 

Þvottahús 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
Ath hótel aðeins fyrir fullorðna +15 ára frá og með 8.apríl 2024.

Upplýsingar

Avenida de Gran Canaria, 80 35100 Maspalomas, Gran Canaria

Kort