Maspalomas

SUITES & VILLAS by Dunas er 4ra stjörnu hótel er staðsett við sandöldurnar í Maspalomas og um kílómetra frá ströndinni. Stór og góður sundlaugagarður þar sem m.a. er barnalaug. Frítt, þráðlaust internet er á öllu hótelinu. Mjög gott hótel fyrir alla fjölskyldur á faraldsfæti. 

GISTING 

Svíturnar eru rúmgóðar með verönd, setustofu og svefnrými. Þær henta vel fyrir þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Svíturnar eru loftkældar með sjónvarpi, síma og baðherbergi með baðkari og hárblásara. Frítt internet er í öllum svítum. 

„Comfort“ Svíturnar koma með baðslopp og inniskóm og kaffivél. Rúmin á Comfort svítunum eru umbúin hvert kvöld. 

„Senior“ Svíturnar eru stærri með tveimur svefnherbergjum og rúma að hámarki fimm fullorðna. 

AÐBÚNAÐUR

Í garðinum eru þrjár sundlaugar, þar af tvær sem eru hitaðar yfir vetrarmánuðina og þrjár barnalaugar. Sólbekkir og sólhlífar eru í garðinum og geta gestir fengið handklæði í garðinum, gegn tryggingu. Á hótelinu er heilsulind fyrir þá sem vilja láta dekra við sig þar sem hægt er að fá nudd og aðrar meðferðir, gegn gjaldi. Frítt internet er á herbergjum og vissum svæðum á hótelinu. 

AFÞREYING 

SUITES & VILLAS by Dunas bíður upp á skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna; tvö kvöld í viku troða skemmtikraftar upp og hægt er að spila tennis, billjard og borðtennis.

Einnig er hægt að leigja reiðhjól (cycling center)

VEITINGAR 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, lobbybar og sundlaugarbar.

FYRIR BÖRNIN

Barnaklúbbar eru á hótelinu fyrir hressa krakka, Duni klúbbur fyrir 4 - 8 ára, Junior klúbbur fyrir 9 - 12 ára og Belingo fyrir 13 - 16 ára.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í suðurhluta Kanarí um 2 kílómetra frá strönd. 2 kílómetrar eru í verslunarmiðstöðina El Tablero og Varadero á Meloneras svæðinu. 600 metrar eru í golfvöllin Maspalomas Golf. 

AÐBÚNAÐUR Á DUNAS SUITES & VILLAS RESORT 

Þrjár útisundlaugar 

Þrjár barnalaugar 

Sólbekkir 

Sólhlífar

Sundlaugabar

Handklæði

Svítur

Loftkæling

Sjónvarp

Verönd/svalir

Baðherbergi

Heilsulind

Nudd

Skemmtidagskrá

Barnaklúbbur

Kvöldskemmtanir

Frítt internet

Tennis

Billjard

Veitingastaður

Lobbybar

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Avda Sunair s/n, 35100 Maspalomas, Gran Canaria

Kort