Las Palmas

Hotel Reina Isabel er mjög gott 4ra stjörnu hótel, staðsett við Las Canteras ströndina í Las Palmas. Las Palmas er höfuðborg Gran Canaría. Á þaki hótelsins er sundlaug og verönd til sólbaða með stórglæsilegu útsýni yfir Atlantshafið. Hótelið er mjög fallegt, bjart og einstaklega vel hannað. 

GISTING 

Herbergin eru nýlega uppgerð og því vel búin. Þau eru loftkæld með parket á gólfum. Þau eru búin öllum helstu þægindum, sjónvarpi með gervihnattarásum öryggishólf (aukagjald) og míní-bar. Baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárblásara. Gestir hafa val um að greiða aukalega fyrir herbergi með sjávarsýn. Frítt, þráðlaust internet á herbergjum. 

AÐSTAÐA

Á þaki hótelsins er sundlaug og verönd til sólbaða með stórglæsilegu útsýni yfir Atlantshafið. Við sundlaugina er sundlaugabar. Mjög stutt er niður á strönd og geta gestir leigt handklæði og sólhlíf til þess að nota á ströndinni. Heilsulindin spilar gjarnan stórt hlutverk í dvöl gesta á þessu hóteli enda mjög góð og ókeypis fyrir gesti. Heilsulindin er staðsett á 9 hæð hótelsins og þar er hægt að fara í nudd eða aðrar meðferðir (gegn gjaldi). Á hótelinu er líkamsrækt með frábæru útsýni. 

VEITINGAR

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir. Veitingastaðurinn Roma er staðsettur á fyrstu hæð hótelsins og er hlaðborðsveitingastaður. Veitingastaðurinn Summum er á áttundu hæð Reina Isabel en þar er boðið upp á asískan mat. Á hótelinu er einnig kaffihús og bar. 

STAÐSETNING 

Hotel Reina Isabel er staðsett við Las Canteras ströndina í Las Palmas. Í næsta nágrenni er El Muelle verslunarmiðstöðin og er Las Palmeras verslunarmiðstöðin í 10 mín akstursfjarlægð. Playa de Las Canteras er afar fallegt strandsvæði í höfuðborginni Las Palmas á Gran Canaria. Það má með sanni segja að hér sé allt til alls enda öll hótelin okkar staðsett við ströndina eða í næsta nágrenni. Las Palmas er án efa heimsborg með afar fallegum og líflegum hverfum. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL REINA ISABEL 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Stutt í strönd 

Loftkæling 

Frítt internet 

Heilsulind

Nudd

Líkamsrækt 

Sjónvarp 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Ekki er akstur frá og til flugvallar í boði á þetta hótel. 

Upplýsingar

Alfredo L. Jones, 40, Las Palmas de Gran Canaria, 35008 Spain

Kort