Maspalomas

Hotel Seaside Palm Beach er gott 5 stjörnu hótel staðsett 100 metrum frá Maspalomas ströndinn. Góður garður með sundlaug, barnalaug, sólbekkjum og sólhlífum ætti að tryggja það að gestir fái sem mest út úr sólinni. Loftkæld herbergi með gervihnattasjónvarpi. 

GISTING 

Öll herbergin eru hönnuð í nútímalegum stíl, hvert herbergi er sérstakt og ólíkt því næsta. Herbergin eru loftkæld með gervihnattasjónvarpi og mini-bar. Þar er einnig að finna gott baðherbergi og svalir eða verönd. 

AÐSTAÐA 

Hótelið er fallega innréttað í retró-stíl af hönnuðinum Alberto Pinto. Góður, gróðursæll garður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug, og barnalaug. Í garðinum er einnig ungbarnalaug fyrir allra yngstu gestina að busla í með fylgdarfólki. Heilsulind hótelsins er búin gufubaði, heitum potti með sjávarvatni og upphitaðri sundlaug með sjávarvatni. Frítt internet er í gestamóttöku. 

AFÞREYING 

Á hótelinu geta gestir farið í jóga, vatnsleikfimi og spilað tennis. Sex daga vikunnar er lifandi tónlist eða önnur skemmtidagskrá í boði fyrir gesti. 

VEITINGAR 

Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðal veitingastaður hótelsins býður bæði upp á à la carte rétti, hlaðborð með þema, grill ofl. Veitingastaðurinn La Bodega býður upp á ekta spænska tapas rétti og Esencia veitingastaðurinn sérhæfir sig í matseld frá Miðjarðarhafinu.

FYRIR BÖRNIN

Seaside Palm Beach er gott hótel fyrir börn en þar er barnalaug, ungbarnalaug og leikvöllur fyrir krakka. Starfræktur er barnaklúbbur á hótelinu fyrir 4-12 ára. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett um 100 metra frá MasPalomas ströndinni. 3 km eru að Maspalomas golfvellinum og er miðbær Playa del Inglés í um 4 km fjarlægð frá hótelinu. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL SEASIDE PALM BEACH

Útisundlaug 

Barnalaug 

Ungbarnalaug 

Leiksvæði

Sólbekkir 

Sundlaugabar 

Skemmtidagskrá 

Lifandi tónlist 

Sólarhringsmóttaka 

Barnaklúbbur 

Jóga

Tennisvöllur 

Nuddpottur

Heilsulind

Finnsk gufa

Heilsurækt 

Hárgreiðslustofa 

Frítt internet í gestamóttöku

Loftkæling 

Svalir 

Baðherbergi 

Sjónvarp

Mini-bar 

Veitingastaður 

Tapas veitingastaður 

Bar 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Avda. del Oasis s/n 35100 Maspalomas Gran Canaria

Kort