Benidorm

Hotel Alone er 3 stjörnu einföld gisting í Cala de Finestrat hverfinu á suðurströnd Benidorm, rétt hjá Gran hotel Bali. Hótelið er í korters göngufjarlægð frá verslunarmiðstöðinni þar sem er að finna fjölda bara, veitingastaða og verslana. 
Á hótelinu er sundlaug, gróðursæll garður og sólbaðsaðstaða. 

Herbergin:
Á hótelinu eru 112 tvíbýli á átta hæðum. Öll herbergin eru með loftræstingu, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, svalir eða verönd og baðherbergi með sturtu. Gestir geta beðið um hárþurrku í móttöku. 
Skipt er um handklæði eftir þörfum og skipt á rúmum einu sinni í viku. Hægt er að leigja barnarúm fyrir 7 evrur á nóttina.

Aðstaða:
Á hótelinu er stór og góð ferskvatns sundlaug og nuddpottur fyrir fullorðna. Einnig er barnalaug, sólbaðstaðstaða með bekkjum, sólhlífum og hengirúmum.
Gestamóttaka er opin allan sólahringinn. Að auki er leikjaherbergi, þvottahús, setustofa og læknisþjónusta. Gestir á Hotel Alone geta nýtt sér aðstöðuna á Tropic Hotel sem er beint á móti. Þar eru tennisvöllur og tvær sundlaugar. 

Veitingar:
Hlaðborðsveitingastaðurinn er með spænska, alþjóðlega og vegan rétti. Einnig er snarlbar og sundlaugarbar. Þeir sem kjósa að vera í fullu fæði á hótelinu geta beðið starfsmenn um að útvega nesti.

Fyrir börnin:
Í sundlauginni er vatnsrennibraut og sér barnalaug, í garðinum er leikaðstaða fyrir börn. 

Afþreying:
Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Til að mynda íþróttakeppnir, vatnaíþróttir, leikir og dansar. Einnig er í boði yoga, slökun og hlátursjóga. Hægt er að kaupa miða á Terra Mitica, Aqualandia, Terra natura ogfl. á hótelinu. Haldin eru partý, lifandi tónlist, leikrit og skemmtisýningar á kvöldin.
 

Upplýsingar

Av. de la Marina Baixa, 23, 03509 Finestrat, Alacant, Spánn

Kort