Enska ströndin

Don Diego er fín 2ja stjörnu íbúðagisting á Ensku ströndinni. Snyrtilegar, einfaldar íbúðir og góður garður með útisundlaug og verönd með útihúsgögnum. Íbúðirnar eru nálægt frábærri strönd og hin fræga Yumbo verslunarmiðstöð er í 15/20 mínútna göngufjarlægð. 

GISTING 

Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og svölum. Í íbúðunum er lítið eldhús, baðherbergi með baðkari eða sturtu. Í stofunni er sjónvarp og svefnsófi. Athugið að einungis tveir fullorðnir geta verið í einni íbúð. 

AÐSTAÐA 

Mjög fínn garður með útisundlaug og sólbaðsaðstöðu. Stutt er í ströndina. Gestir geta fengið aðgang að þvottaaðstöðu gegn gjaldi. 

VEITINGAR 

Snarlbar er á hótelinu. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett á Ensku ströndinni, stutt er í strönd og um 15/20 mínútna gangur í Yumbo center. 

AÐBÚNAÐUR Á DON DIEGO 

Íbúðir  

Svalir 

Eldhús 

Baðherbergi

Svefnherbergi 

Útisundlaug

Bar 

Stutt í strönd 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Av. de Menceyes, 2, 35100 Playa del Inglés, San Bartolomé de Tirajana, Las Palmas, Spain

Kort