La Caleta

Royal Garden Villas & Spa er frábært 5 stjörnu lúxus hótel á suður Tenerife. Frábært útsýni er úr hótel garðinum yfir hafið og falleg fjöllin á Tenerife. Hótelinu er skipt upp í nokkrar, ólíkar týpur af lúxus-villum þar sem hver er með sína eigin sundlaug. Á hótelinu er glæsileg heilsulind og góðir veitingastaðir. Fullkomið hótel fyrir þá sem vilja stinga af í algjöra einangrun og lúxus á stað þar sem tíminn virðist standa í stað. 

VILLURNAR

Villurnar á hótelinu eru nokkrar ólíkar gerðir af glæsilegum villum og er hver þeirra hönnuð til þess að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta. 

Duchess Villan: Þessi villa er 140 fermetrar með einu svefnherbergi og hentar því vel tveimur einstaklingum sem vilja hafa það notalegt saman. Auk svefnherbergisins er að finna setustofu, fullbúið eldhús með Nespresso-vél og baðherbergi með baðkari og sturtu. Einkasundlaug og lítil verönd til þess að sóla sig. Frítt þráðlaust internet er í svítunni ásamt sjónvarpi og þvottavél.

Grand Duchess Villan: Er 200 fermetrar með einu svefnherbergi og er því stærri en Duchess Villan. Auk svefnherbergisins er að finna setustofu, fullbúið eldhús með Nespressovél, baðherbergi með baðkari og sturtu. Einkasundlaug með lítilli verönd og Bali-rúmi. Þráðlaust internet er í svítunni  ásamt sjónvarpi og þvottavél. 

Majestic Villan: Er 260 fermetrar og sérlega íburðarmikil með tveimur svefnherbergjum og hentar því fjórum einstaklingum. Auk svefnherbergjana er þar að finna setustofu, fullbúið eldhús með Nespressovél og tvö baðherbergi, annað með baðkari og sturtu og hitt minna, einungis með sturtu. Einkasundlaug er staðsett á lítilli verönd með sólbaðsaðstöðu og Bali-rúmi. Þráðlaust internet er í svítunni ásamt þremur sjónvörpum, þvottavél og þurrkara. 

Princess Villan: Þessi villa er 108 fermetrar með tveimur svefnherbergjum og hentar því fjórum einstaklingum. Auk svefnherbergjana er þar að finna setustofu, fullbúið eldhús með Nespressovél og tvö baðherbergi, annað með baðkari og sturtu og hitt minna, einungis með sturtu. Einkasundlaug er staðsett á lítilli verönd með sólbaðsaðstöðu. Þráðlaust internet er í svítunni ásamt þremur sjónvörpum, þvottavél og þurrkara. 

Royal Villan: Þessi glæsilega villa er 355 fermetrar með þremur svefnherbergjum og henta því 6 einstaklingum. Auk svefnherbergjanna er þar að finna setustofu, fullbúið eldhús með Nespressovél og þrjú baðherbergi. Einkasundlaug er staðsett á verönd með sólbekkjum og Bali-rúmi. Þráðlaust internet er í svítunni ásamt fjórum sjónvörpum, þvottavél og þurrkara. Dásamlegt útsýni er af veröndinni yfir fjöllin og nágrenni hótelsins. 

AÐSTAÐA

Falleg sundlaug er á hótelinu þar sem gestir geta sleikt sólina með heimagert límonaði við hönd. Glæsileg heilsulind er á hótelinu með austur-asísku þema þar sem gestir geta slakað á, farið í nudd eða aðrar meðferðir. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaðurinn Restaurant Jardín sem framreiðir alþjóðlega matseld með innlendum vörum. Þar er einnig að finna barinn Tucán Tucán Pub. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á suður hluta Tenerife stutt frá golfvelli. 

AÐBÚNAÐUR Á ROYAL GARDEN VILLAS & SPA 

Loftkæling

Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða(hafið samband við söludeild)

Sundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Heilsulind 

Tyrkneskt bað 

Nudd

Líkamsrækt 

Innisundlaug

Baðherbergi

Sloppur 

Inniskór 

Sjónvarp

Einkasundlaug 

Einkaverönd

Baðkar 

Sturta 

Hárþurrka

Fataskápur

Eldhúskrókur 

Ofn

Eldavél

Uppþvottavél

Þvottavél

Þurrkari(einungis í ákveðnum villum)

Ísskápur 

Setustofa

Stutt á golfvöll

Mini-bar 

Flatskjár

Veitingastaður 

Bar

Frítt internet

Þrif 

Barnapössun(gegn gjaldi) 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Alcojora s/n Costa Adeje38670 Tenerife

Kort