Playa de las Americas

Palm Beach Club er 3ja stjörnu íbúðagisting, staðsett við ströndina á Playa de Troya á Las Americas. Í næsta nágrenni eru barir, veitingastaðir og verslunarmiðstöðvar. Frábær staðsetning. Sundlaugagarðurinn er einfaldur og smekklegur.

GISTING 

Íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðir eru búnar eldhúsaðstöðu og sérbaðherbergi, einnig er gervihnattasjónvarp, DVD spilari og hægt er að leigja öryggishólf. Vinsamlega athugið að útskráning af Palm Beach Club er kl. 10:00 á brottfarardegi. 

AÐSTAÐA 

Góður, einfaldur garður með útisundlaug og barnalaug. Sérstakt svæði er með bekkjum þar sem fólk getur slakað á fjarri sundlauginni og sólað sig í friði.

VEITINGAR 

Val um íbúðir án fæðis, með morgunverði eða hálfu fæði. Snarlbar með fjölbreyttu úrvali af léttum veitingum og tveir barir, annar í mótökunni þar sem útsýnið er yfir fallegan garð þar sem er gosbrunnur. 

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir hressa krakka. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett við ströndina á Playa de Troya á Las Americas. Í næsta nágrenni eru barir, veitingastaðir og verslunarmiðstöð. Frábær staðsetning! 

AÐBÚNAÐUR Á PALM BEACH CLUB

Íbúðir 

Baðherbergi

Eldhúskrókur

Útisundlaug 

Barnaklúbbur 

Líkamsrækt

Hlaðborðsveitingastaður 

Snarlbar 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Kort