Taurito

Taurito Princess er gott og fjölskylduvænt 4ra stjörnu hótel staðsett í dalnum Taurito, sem stendur við litla vík. Ströndin er alveg við svæðið og allt er í 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelum svæðisins. Flottur garður sem hentar vel fyrir börn. Það er ekki hægt að bóka akstur frá og til flugvallar.

GISTING 

Á hótelinu bjóðum við upp á  tvíbýli, fjölskylduherbergi og junior svítur. Tvíbýlin eru snyrtileg með svölum eða verönd og sjávarsýn. Þau eru loftkæld og búin helstu þægindum svo sem baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku. Þar er einnig að finna skrifborð, síma og sjónvarp. Herbergin eru þrifin daglega og skipt er á rúmum tvisvar í viku. Gestir geta leigt ísskáp, öryggishólf og aðgang að interneti gegn gjaldi. Fjölskylduherbergin hentar vel fjölskyldum á farandsfæti, þau henta tveimur fullorðnum og tveimur börnum. Þau eru einnig með sjávarsýn og eru búin sömu þægindum og tvíbýlin ásamt því að vera stærri og búin svefnsófa. Junior svítan hentar vel þeim sem vilja gera sérstaklega vel við sig. Þær eru nýlega uppgerðar og búnar öllum helstu þægindum og henta tveimur fullorðnum og tveimur börnum. 

AÐSTAÐA 

Hótelið er fallega innréttað og gestamóttaka stór og falleg. Garður hótelsins er sérstaklega fallega hannaður með tveimur sundlaugum og barnalaug ásamt góðri aðstöðu til sólbaða. Í garðinum er einnig að finna sundlauga bar og gott útsýni er yfir hafið. Á hótelinu er að finna líkamsræktaraðstöðu og gufubað. Móttakan er opin allan sólarhringinn. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá og kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Tennis og squash völlur er við hótelið. 

VEITINGAR 

Á Taurito Princess er allt innifalið en þá geta gestir snætt morgun-, hádegis- og kvöldverð á hótelinu ásamt því að fá innlenda drykki og millimál. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir, Princess La Choza, Restaurant Princess og Princess Beach Club. 

FYRIR BÖRNIN 

Á þessu hóteli er allt milli himins og jarðar fyrir yngri gestina enda er þetta sannkölluð fjölskylduparadís. Á hótelinu er barnalaug, leikvöllur, barnaklúbbur og unglingaklúbbur fyrir táningana. Hér geta foreldrarnir slakað á meðan börnin hafa nóg fyrir stafni. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í Taurito - paradís fjölskyldufólksins. Taurito er lítill dalur, staðsettur við litla vík og er í raun sérhönnuð ferðamannaparadís fyrir bæði börn og fullorðna. Í dalnum eru u.þ.b. átta hótel sem staðsett eru við fjöllin en í dalsmynninu er að finna lítinn vatnsrennibrautagarð, mini-golf, tennisvöll og útisvið þar sem kvöldskemmtun fer fram. Á svæðinu er einnig hægt að fara í bowling, hlusta á lifandi tónlist eða heimsækja fallega ströndina þar sem hægt er að stunda sjóíþróttir eða sækja köfunarskóla. Á svæðinu eru verslanir og veitingastaðir og það besta er að allt er í um 5 mínútna göngufæri frá hótelunum! Alveg við hótelið er ströndin, falleg og frekar stór. Taurito er í um 5 mínútna akstursfjarlægð frá Puerto de Mogan og strætóar ganga á milli allra strandbæja á svæðinu. 

AÐBÚNAÐUR Á TAURITO PRINCESS 

Útisundlaug 

Barnalaug 

Leikvöllur 

Upphituð sundlaug(yfir vetrarmánuðina)

Líkamsræktaraðstaða

Gufubað

Barnaklúbbur 

Kvöldskemmtanir 

Veitingastaður með hlaðborð 

Bar 

Sundlaugarbar 

Loftkæling 

Tvíbýli

Fjölskylduherbergi

Juniorsvítur

Sjávarsýn

Svalir/verönd

Squash 

Tennis 

Stutt á strönd 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

 

Upplýsingar

C/ Alhambra, 8 (Urb. de Taurito) E-35138 Mogán, Gran Canaria

Kort