Don Miguel er einföld og þægilegt þriggja stjörnu hótel staðsett á rólegum stað á Playa de Palma, stutt er í alla þjónustu og einungis um 450 m eru á ströndina. Sundlaug, tennisvellir, borðtennis og minigolf eru við hótelið. Öll herbergin eru með svölum og húsgögnum með útsýni yfir sundlaugagarðinn eða tennisvellina.
GISTING
Á hótelinu eru 84 herbergi sem skiptast í 76 tveggjamanna herbergi og átta þriggja manna herbergi. Herbergin eru smekklega innréttuð, búin með loftkælingu, sjónvarpi, og öryggishólfi gegn gjaldi.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er góð sólbaðsaðstaða fyrir þá sem vilja sleikja sólina, á sundlaugarbakkanum eru bæði sólbekkir og sólhlífar sem gestir njóta án endurgjalds. Í sundlaugargarðinu er sundlaugarbar þar sem hægt er að gæða sér á úrvali drykkja. Setustofa er við barinn þar sem hægt er að slaka á og hvíla sig fyrir sólinni, spila billjarð, borðleiki og hvorfa á helstu íþróttaviðburði í sjónvarpinu. Fyrir þá sem hafa unun af því að hreyfa sig er líkamsræktaraðstaða, tennisvellir, minigolf, borðtennis og sparkvellir.
VEITINGAR
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sem er opinn frá kl. 12 til 14 í hádeginu og frá kl. 19 til 21 á kvöldin. Veitingastaðurinn gerir mikið úr gæði og ferskleika í matargerð þar sem mottóið „við erum það sem við borðum“ er haft í fyrirrúmi. Boðið er uppá alþjóðlega matargerð
FYRIR BÖRNIN
Leiksvæði er fyrir börnin.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í rólegu íbúðarhverfi Playa de Palma og er aðeins 8 km frá flugvellinum og einungis 450 m frá ströndinni.
AÐBÚNAÐUR Á DON MIGUEL PLAYA
Tvíbýli/þríbýli
Hálft fæði / Allt innifalið
Svalir
Baðherbergi
Loftkæling
Sjónvarp
Bað/sturta
Sími
Öryggishólf gegn gjaldi
Lyfta
Tennisvellir
Sundlaug
Sparkvellir
Líkamsrækt
Mini golf
Nettenging gegn gjaldi
Bar
Móttaka opin allan sólahringinn
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
Upplýsingar
Mar del Japon 2, Playa de Palma, Mallorca
Kort