Cordial Sandy golf er 1 stjörnu smáhýsi á Maspalomas svæðinu, á suðurhluta Gran Canaria rétt hjá Ensku ströndinni Playa del Ingles.
GISTING
Skemmtilega uppbyggð smáhýsi (Bungalows) með gróðursælum garði og skemmtilegu opnu svæði fyrir miðju. Smáhúsin er einföld, hreinleg og smekklega innréttuð. Góð 1.stjörnu gisting á Maspalomas.
AÐSTAÐA
Góð sundlaug er í garðinum ásamt sundlaugarbar sem er með léttar veitingar yfir daginn. Stutt er á Maspalomas golfvöllinn og á ströndina sem er í um 20 mínútna göngufjarlægð. Einnig er rúta sem fer með gesti hótelsins nokkrum sinnum á dag niður á Playa del Inglés ströndina og Maspalomas.
VEITINGASTAÐUR
Veitngastaður hótelsins er hinum megin við götuna, á hótel Cordial Green Golf.
AÐBÚNAÐUR
Útisundlaug (upphituð yfir vetrarmánuðina)
Sólbaðsaðstaða
Internet (aðeins á almennum svæðum)
Gestamóttakan opin frá kl. 07:30-23.30 ef farþegar koma á gististaðinn frá flugvelli á öðrum tíma þá þarf að fara í gestamóttökuna á Green Golf sem er hinu megin við götuna til að sækja lykla.
Hægt er að fara á Green Golf og hlusta þar á tónlist á kvöldin sem er í boði nokkrum sinnum í viku fyrir farþega sem búa á Green Golf og Sandy Golf
ATH
Upplýsingar
Avda de Tjaereborg s/n, 35100, Maspalomas, Gran Canaria, Spánn
Kort