Playa del Ingles

Labranda Playa Bonita er 4ra stjörnu hótel á Ensku Ströndinni staðsett um 450 metra frá ströndinni. Fínn sundlaugagarður með sólbaðsaðstöðu og barnalaug, sundlaugabar, veitingastað og krakkaklúbb og leikvelli fyrir börnin. Hótelið er fjölskylduvænt og er allt innifalið.

GISTING 

Á hótelinu eru 260 deluxe tvíbýli en þau eru 45 fermetrar á stærð og öll með svölum. Herbergin eru með loftkælingu, frítt wifi, sjónvarp, öryggishólf, baðhergi og hárþurrku. Hægt er að velja á milli tvíbýlis með eða án sundlaugarsýn.

AÐSTAÐA 

Í garðinum er sundlaug ásamt barnalaug og fínasta sólbaðsaðstaða. Hægt er að leiga handklæði við sundlaugina. Frítt wifi er á hótelinu og öryggishólf. Hægt er að nýta sér þá þjónustu sem hótelið býður upp á gegn aukagjaldi t.d. þvottaþjónusta og bílaleiga.

AFÞREYING

Á hótelinu má finna borðtennisborð. píluspjald, billiard (gegn aukagjaldi), skemmtidagskrá yfir daginn og á kvöldin.

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er allt innifalið. Þrír barir eru á hótelinu en þeir eru sundlaugabar, chill-out bar og kokteilabar. Veitingastaðurinn Beach Lounge býður upp á þema kvöld og alþjóðlegan mat. ATH að ekki er leyfilegt að klæðast sundfatnaði inni á veitingastaðnum.

Snemmbúinn morgunverður frá 07:00 - 08:00.

Morgunverður frá 08:00 - 10:30.

Síðbúinn morgunverður frá 10:30 - 11:00.

Hádegisverður frá 12:30 - 15:00.

Kvöldverður frá 18:00 - 21:00.

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er krakkaklúbbur, leikvöllur og barnalaug. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett á Playa del Ingles og aðeins um 450 metrar á ströndina.

AÐBÚNAÐUR Á LABRANDA PLAYA BONITA

Útisundlaug 

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Sólarhringsmóttaka 

Frítt wifi

Skemmtidagskrá

Krakkaklúbbur

Leikvöllur

Borðtennis

Píluspjald

Bar

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Av. de Tenerife, 2, 35100 Gran Canaria, Las Palmas, Spain

Kort