Palmanova

OLA Tomir er góð 3 stjörnu íbúðargisting staðsett rétt utan við Palmanova svæðið, í um 10 mínútna göngufæri frá Costa Blanes ströndinni.

GISTING 

Snyrtileg og góð 3 stjörnu gisting með björtum og nýlega innréttuðum stúdíóum og herbergjum með littlum eldhúskrók. Svíturnar eru með eldhúskrók, sjónvarpi og góðri aðstöðu. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi.

AÐSTAÐA 

Í hótelgarðinum er sundlaug og veitingastaður og sólbaðsaðstaða. Sundlaugarbar og "lounge" bar á hótelinu.

VEITINGASTAÐUR 

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu sem ber fram alþjóðlega rétti. 

FYRIR BÖRNIN 

 Lítið leiksvæði er við hótelið fyrir yngstu gestina.

STAÐSETNING 

 Hótelið er staðsett í um 10 mínútna gangi frá ströndinni

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Internet gegn gjaldi  

Veitingasstaður

Bar

Borðtennis

Billiard

Leiksvæði 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

Upplýsingar

Miguel de Cervantes, 4 07015 Portals, Spain

Kort