Hótel SH Villa Gadea er falleg og góð 5 stjörnu gisting staðsett rétt fyrir utan Altea. Falleg náttúra, útsýni og rólegheit einkenna þetta svæði og gistinguna sjálfa. Stutt til Calpe, Albir og Benidorm.
GISTING
Fallegt og vel hannað 5 stjörnu hótel í rólegu umhverfi. Sameiginleg aðstaða til fyrirmyndar, klassísk hönnun og herbergin notaleg. Flest öll með garð- eða sjávarsýn. Premium herbergin eru rúmgóð ca 45 fm., með svölum,sjónvarp, öryggishófl, frítt wi-fi, og baðherbergið getur veriið með nudd baðkari eða nuddpott á svölum. Superior herbergin eru líka rúmgóð ca 44 fm., með sjónvarp, frítt wifi og baðherbergi er með baðkar með Whirlpool - superior herbergið er einnig með svölum.
AÐSTAÐA
Öll aðstaða er til fyrirmyndar, fallegur garður og 3 sundlaugar, þar af ein barnalaug. Ein sundlaugin er upphituð og með sundlaugarbar.
AFÞREYING
Heilsulind er á hótelinu og stutt er niður að sjó.
VEITINGASTAÐUR
4 veitingastaðir eru á hótelinu þar á meðal einn Japanskur, Miramar með innlendu ívafi, grillstaður í garðinum og skemmtilegur bar við gestamóttökuna.
FYRIR BÖRNIN
Barnasundlaug og leiksvæði en hótelið hefur annars rólegt yfirbragð.
STAÐSETNING
Staðsett rétt fyrir utan Altea sem er fallegur bær í um 5 mínútna akstri frá hótelinu. Stutt frá Calpe, Benidorm, Albir og Alicante. Valencia er svo í 1 og 1/2 tíma akstri frá svæðinu.
AÐBÚNAÐUR
Útisundlaugar
Barnalaug
Heilsulind
Handklæði við sundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sólarhringsmóttaka
Frítt internet
Líkamsræktaraðstaða
Veitingastaðir
ATH
Upplýsingar
Partida Villa Gadea, s/n, 03599 Altea, Alicante, Spánn
Kort