Altea

Hótel SH Villa Gadea er falleg og góð 5 stjörnu gisting staðsett rétt fyrir utan Altea. Falleg náttúra, útsýni og rólegheit einkenna þetta svæði og gistinguna sjálfa. Stutt til Calpe, Albir og Benidorm.

GISTING 

Fallegt og vel hannað 5 stjörnu hótel í rólegu umhverfi. Sameiginleg aðstaða til fyrirmyndar, klassísk hönnun og herbergin notaleg. Flest öll með garð- eða sjávarsýn. Premium herbergin eru rúmgóð ca 45 fm., með svölum,sjónvarp,  öryggishófl, frítt wi-fi, og baðherbergið getur veriið með nudd baðkari eða nuddpott á svölum.  Superior herbergin eru líka rúmgóð ca 44 fm.,  með sjónvarp, frítt wifi og baðherbergi er með baðkar með Whirlpool - superior herbergið er einnig með svölum.  

AÐSTAÐA 

Öll aðstaða er til fyrirmyndar, fallegur garður og 3 sundlaugar, þar af ein barnalaug. Ein sundlaugin er upphituð og með sundlaugarbar.

AFÞREYING

Heilsulind er á hótelinu og stutt er niður að sjó.

VEITINGASTAÐUR

4 veitingastaðir eru á hótelinu þar á meðal einn Japanskur, Miramar með innlendu ívafi, grillstaður í garðinum og skemmtilegur bar við gestamóttökuna.

FYRIR BÖRNIN 

Barnasundlaug og leiksvæði en hótelið hefur annars rólegt yfirbragð.

STAÐSETNING 

Staðsett rétt fyrir utan Altea sem er fallegur bær í um 5 mínútna akstri frá hótelinu. Stutt frá Calpe, Benidorm, Albir og Alicante. Valencia er svo í 1 og 1/2 tíma akstri frá svæðinu.

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaugar 

Barnalaug 

Heilsulind 

Handklæði við sundlaug

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Veitingastaðir 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Partida Villa Gadea, s/n, 03599 Altea, Alicante, Spánn

Kort