Hótel Queens er 2ja stjörnu gisting í gamla bænum á Benidorm, örstutt frá Levante ströndinni. Hafa ber í huga að rúta kemst ekki að hótelinu og þurfa gestir því að taka leigubíl frá öðru hóteli á Benidorm. ATH að hótelið er aðeins fyrir 16 ára og eldri.
GISTING
Herbergin eru stílhrein með sérbaðherbergi, öryggishólfi, loftkælingu, gervinhnattasjónvarpi.
AÐSTAÐA
Engin sundlaug er á hótelinu en ströndin í aðeins 2 min fjarlægð og því auðvelt að nýta sér hana á meðan að dvöl stendur. Bar er á þakinu með frábæru útsýni.
AFÞREYING
Skemmtidagskrá er á kvöldin á hótelinu en það er alltaf stutt í fjörið á Benidorm.
VEITINGAR
Morgunverður af matseðli er alla daga, bar á þaki hótelsins og snarlbar.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í um 2 mínútna fjarlægð frá Levante ströndinni og stutt er í veitingastaði, kaffihús og verslanir. Fyrir framan hótelið er tapas staðurinn Cava Aragonesa einn sá vinsælasti á Benidorm og einnig eru barir með tónlist við hótelið
Upplýsingar
Plaza Constitucion, 5, 03501 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort