Benidorm

Einföld 3ja stjörnu gisting sem er tilvalin fyrir þá fyrir þá sem vilja vera nálægt ströndinni. Frá öllum herbergjum er útsýni yfir Miðjarðarhafið. Á hótelinu er sundlaug, barnalaug, hlaðborðsveitingastaður og bar. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Staðsetning

Hótelið er á móti Pontiente ströndinni, en aðeins 60 metrar eru að ströndinni. Rétt við hótelið er gatan Avenue de la Armada Espanola, þar má finna m.a. stórmarkað og veitingahús. Le Rejas golfvöllurinn er innan við km frá hótelinu. Einnig er Terra Mitica skemmtigarðurinn í u.þ.b þriggja kílómetra fjarlægð. 

Afþreying:

Á hótelinu er skemmtidagskrá á kvöldin og leikjaherbergi. Á sumrin, frá 20.06-31.08, er barnaklúbbur fyrir hressa krakka.

Herbergin:
Öll herbergi eru með sjávarsýn og sér baðherbergi. Einnig er gervihnattasjónvarp, ísskáp og loftkæling. 
Hótelið er á 17 hæðum og hefur 4 lyftur. Móttakan er opin allan sólahringinn. 

Veitingar:
Veitingastaður með hlaðborð og setustofubar og þar er svið fyrir skemmtisýningar. Á sumrin er sundlaugabarinn opinn.
"Allt innifalið" felur í sér morgunverð, hádegisverð, kvöldverð og snarl á milli, innlenda drykki, safa, heita drykki og ákveðna kokteila 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Av. de Racharel, 1, 03502 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort