Playa de Muro

Hótel Las Gaviotas er 4* hótel einungis 100 metrum frá fallegu Playa de Muro ströndinni. Stór garður með þremur sundlaugum, önnur meðal annars tilvalin fyrir lítil börn. Gott hótel hvort sem það er fyrir fjölskylduna, pör eða vini.

GISTING

Við bjóðum upp á tvíbýli eða svítu. Tvíbýlin eru björt, með fullbúnu baðherbergi, verönd, fríu wi-fi, sjónvarpi og ísskáp. Svíturnar eru þannig útbúnar að hægt er að loka af herbergið með rennihurð og skipta þannig rýminu upp í tvennt en einnig hægt að hafa þær opnar, einnig er hægt að breyta sófanum í svefnsófa. Baðherbergin eru útbúin öllu því helsta og frítt wi-fi í svítunni.

AÐSTAÐA 

Í garðinum eru þrjár sundlaugar, ein af þeim er grynnri og því tilvalin fyrir lítil börn. Garðurinn er stór og auðveldlega hægt að sóla sig og slaka á í honum. Líkamsrækt er á staðnum sem og SPA þar sem hægt er að slaka á í nuddpottinum, saunu eða tyrknesku baði.

AFÞREYING 

Líkamsrækt, hægt er að leigja hjól frá hótelinu, hægt að skrá sig í jóga, úrval sjósporta og hægt að spila golf ekki svo langt frá hótelinu. Á barnum í móttökunni er gjarnan spiluð lifandi tónlist á kvöldin.

VEITINGAR 

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og býður upp á alls kyns rétti frá hinum ýmsu löndum. Tveir barir eru á hótelinu, annar í móttökunni og hinn við sundlaugina.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett stutt frá fallegu ströndinni Playa de Muro. Flugvöllurinn er í um 50 min keyrslufjarlægð.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL LAS GAVIOTAS

Tvíbýli 

Svítur

Baðherbergi 

Svalir 

Verönd

Loftkæling 

Öryggishólf 

Sólbaðsaðstaða 

Útisundlaug 

Líkamsræktaraðstaða 

Heilsulind

Nudd 

Sundlaugarbar

Bar í móttöku

Veitingastaður(hlaðborð)

Herbergisþjónusta

Farangursgeymsla

Frítt wi-fi

Handklæði fyrir sundlaugina

Sólarhringsmóttaka

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av. de s'Albufera, 51, 07458 Mallorca, Illes Balears, Spánn

Kort