Palmanova

Hotel Senses Palmanova er flott 4* hótel staðsett nánast við ströndina í Palmanova. Þetta hótel er tilvalið fyrir pör eða vini sem eru að leit af slökun og rólegheitum. Hótel er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

GISTING 

Herbergin eru björt og vel innréttuð. Hægt er að velja á milli venjulegs tvíbýlis, tvíbýlis með sjávarsýn, hliðarsjávarsýn eða svo kallað swim up en þar ertu með beinan aðgang að sundlaug út í garðinum þínum. Herbergin hafa ýmist svalir eða verönd (swim up íbúðir), síma, sjónvarp, öryggishólf, loftkælingu, frítt wi-fi, hárþurrku og minibar.

AÐSTAÐA 

Flottur garður með sjö sundlaugum og bar þar sem hægt er að slaka á í balírúmum. Á kvöldin breytist svo veröndin í chill-out bar með fallegu útsýni yfir ströndina. Hægt er að taka á því í hótelræktinni eða slaka á í SPA og njóta þeirrar þjónustu sem þar er.

VEITINGAR

Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, A la carte og hlaðborðsveitingastaður með þema. 

FYRIR BÖRNIN 

Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett mjög nálgæt ströndinni í Palma Nova. Stutt í allt það helsta.

AÐBÚNAÐUR Á SENSES PALMANOVA

Tvíbýli

Svalir/verönd 

Baðherbergi

Sjónvarp 

Öryggishólf

Loftkæling 

Kynding 

Útisundlaugar 

Sólbaðsaðstaða 

Sundlaugabar

Sólarhringsmóttaka

Hlaðborðsveitingastaður

A la carte veitingastaður

Þemakvöld

Líkamsrækt og SPA

Frítt Wi-Fi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 

Upplýsingar

Carrer Germans Moncada, 17, 07181 Palmanova, Spánn

Kort