Cala D´or

Hotel Cala D'or er 4 stjörnu hótel staðsett einungis nokkrum min frá fallegu ströndinni í Cala D'or. Útsýnið er ekki af verri endanum en ýmist er horft út á sjó eða út í garð. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

GISTING 

Herbergin eru notaleg og innréttuð í hlýjum stíl. Boðið er upp á tvíbýli með sjávarsýn eða tvíbýli með garðsýn. Í herbergjunum  er minibar, sjónvarp, sími, loftkæling, hárþurrka, svalir, baðslopppur, DVD spilari, öryggishólf og fullbúið baðherbergi.

AÐSTAÐA 

Fínn garður með sólbaðsaðstöðu, horft beint á ströndina úr garðinum og aðeins um 2 min gangur niður á strönd.

VEITINGAR

Einn veitingastaður er á hótelinu Eco Beach en hann er staðsettur í garðinum við ströndina. Þetta er grillstaður og hægt að panta sér kjötmeti og fisk.  

FYRIR BÖRNIN 

Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett alveg við ströndina, góð staðsettning og stutt í allt.

AÐBÚNAÐUR Á SENSES PALMANOVA

Tvíbýli

Svalir

Baðherbergi

Sjónvarp 

Öryggishólf

Loftkæling 

Útisundlaugar 

Sólbaðsaðstaða 

Grillveitingastaður

Líkamsrækt

Wi-Fi gegn gjaldi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Avenida de Belgica 49 07660 Cala d'Or, Spánn

Kort