Playa de las Americas

Hotel Las Madrigueras er lítið, einstaklega skemmtilegt en á sama tíma persónulegt 5 stjörnu golfhótel staðsett við hins glæsilega Golf Las Americas golfvöll á Playa de las Americas svæðinu. Hótel var allt tekið í gegn og endurnýjað árið 2006. Það er byggt og innréttað í klassískum spænskum stíl og í fullkomnu jafnvægi við umhverfið. Hótelið er tilvalið fyrir einstaklinga og minni hópa sem vilja slaka á í rólegu og þægilegu umhverfi, njóta frábærar þjónustu starfsfólks og spila golf í fallegu og endurnærandi umhverfi á frábærum golfvelli. Þetta hótel er eingöngu fyrir 16 ára og eldri. 

GOLF

Fyrir þá gesti sem hugsa sér að spila golf meðan á dvöl þeirra stendur bíður hótelið upp á hreint frábæra þjónustu. Sömu eigendur eru á hótelinu og golfvellinum og það skilar sér ríkulega. Allir gestir hafa frían aðgang að golfbíl og geta tekið lyftu hótelsins niður í kjallara þar sem bílinn bíður ásamt sér geymslu fyrir golfsett (sér geymsla fyrir hvert herbergi ). Þaðan aka menn beint út á golfvöll hvort sem þeir eru að fara til að æfa eða spila golf. Hótelgestir geta pantað rástíma í gestamóttöku og ganga fyrir með val á tímum.

GISTING 

Herbergin eru óvenju rúmgóð og hönnuð í klassískum stíl. Þau eru vel búin með stóru rúmi, baðherbergi með baðkari og sturtu, gervihnattasjónvarpi, hljómflutningsgræjum og þráðlausu interneti. Öll herbergi eru loftkæld og eru með mini-bar, síma og öryggishólfi og boðið er upp á herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Á sumum herbergjunum eru svalir eða verönd með útsýni yfir golfvöllinn og eyjuna La Gomera. Gestir hótelsins geta beðið um að fá sent upp á herbergi ný dagblöð meðan á dvöld þeirra stendur.

AÐSTAÐA

Garðurinn er lítill og fallegur miðar að því að gestir geti slakað á í rólegheitum, þar er að finna upphitaðar sundlaugar, sundlaugarbar og sólbaðsaðstaða með sólbekkjum, sólhlífum og handklæðum við sundlaug. Á hótelinu er glæsileg er boðið upp á nudd, saunu, tyrkneskt bað, nuddpott og litla líkamsræktaraðstöðu. Öll þessi þjónusta er innifalin í verði en greiða verður sérstaklega fyrir umbeðna þjónustu eins og til dæmis nudd og hand/fótsnyrtingu. Einnig er gjafavöruverslun og hárgreiðslustofa sem gestir geta nýtt sér. 

AFÞREYING

Golfvöllurinn Golf Las Americas er glæsilegur 18 holu, par 72 völlur sem opnaður var árið 1998. Völlurinn er um 6 km á lengd og nær yfir um 90 hektara svæði. Landslagið er gríðarlega fallegt og einkennist af stöðuvötnum, fossum og mjög fjölbreyttum trjám og gróðri af náttúrunnar hendi. Eitt það besta við völlinn eru flatirnar, þar sem fjöllin í kring skýla þeim og halda þeim í frábæru ástandi allt árið um kring. Á hótelinu er billjard / snooker stofa sem er tilvalin fyrir drykk og slökun eftir golfið, og í setustofu eru fín spilaborð þar sem gestir geta fínpússað bridge kerfið sitt svo eitthvað sé nefnt.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, einn „a la carte“ og annar alþjóðlegur með svölum með útsýni yfir golfvöllinn. Báðir veitingastaðirnir eru góðir og sérstaklega maturinn og þjónustan á "a la carte" veitingastaðnum sem er að okkar mati fyrsta flokks. Einnig eru tveir barir, sundlaugarbar og píanóbar sem býður upp á lifandi tónlist og fjölbreytta kokteila.

STAÐSETNING

Hótelið er á Playa de las Americas svæðinu staðsett við hinn glæsilega Golf Las Americas golfvöll. Miðbæinn, ströndina og almenningssamgöngur er að finna aðeins 1 km frá hótelinu. Næsta verslunargata er 1.3 km í burtu og flugvöllurinn er um 17 km frá. 

AÐBÚNAÐUR Á LAS MADRIGUERAS 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Sundlaugabar 

Sólbekkir

Sólhlífar

Líkamsræktaraðstaða 

Heilsulind 

Gufubað

Hamam

Nuddmeðferðir 

Snyrtistofa

Við golfvöll

Golfbíll

Herbergisþjónusta

Svalir/verönd

Baðherbergi

Baðkar 

Sturta

Veitingastaður með hlaðborð 

Veitingastaður a la carte

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Þetta hótel er eingöngu fyrir 16 ára og eldri. 

Upplýsingar

38660 Playa de las Americas, Tenerife, Spánn

Kort