Palma

Hotel Armadams er frábærlega staðsett, aðeins 180 metrum frá höfninni og 15 mínútna göngu frá ströndinni, en stutt er í strætisvagna. Sjö golfvellir eru í kringum hótelið. 
Hótelið var endurnýjað árið 2000. Móttakan er opin allan sólahringin.

Veitingar

Hótelið er með morgunverðarhlaðborð. 

Herbergin

Herbergin eru huggulega innréttuð, hljóðeinangruð, með sér baðherbergi, loftræstingu, útvarpi, sjónvarpi og WiFi. 

Afþreying

Á hótelinu eru tvær sundlaugar, útisundlaug og innisundlaug. Allir gestir hótelsins hafa aðgang að heilsulindinni, þar er sauna, tyrkneskt bað, nuddpottur og lítil líkamsræktarstöð. 

Einnig er spennandi nútímalistasafn með málverkum og höggmyndum á hótelinu. Hægt er að spila golf, versla, skoða listasöfn eða dómkirkjuna, fara á höfnina og margt fleira í nágrenni hótelsins.

Á hótelinu er leiksvæði fyrir börn og sjónvarpsherbergi. 

Staðsetning

Í nágrenni hótelsins er dómkirkjan Santa Maria de Palma, eða La Seu, sem er er í gothic stíl og byggð á árunum 1229 til 1346. 
Einnig er Bellver kastalinn í u.þ.b 2 kílómetra fjarlægð. Hann var byggður á fjórtándu öld á hæð sem er 110 metrum yfir sjávarmáli, því er útsýnið þaðan frábært.
Að auki er stutt í nokkur frábær söfn Mallorca frá hótelinu, til að mynda nútímalistasafnið Museu des Baluard, sögulistasafninu, the Auditorium, the Arab Baths og fleira. 
Hótelið er rétt við aðal verslunarsvæði Palma, Avenida Jaime III, þar er hægt að finna helstu vörumerki og boutique. Í göngufæri frá hótelinu eru ýmsir veitingastaðir, barir, 
diskótek og næturklúbbar. 


 

Upplýsingar

Carrer Marqués de la Sénia, 34 Palma de Mallorca Mallorca

Kort