Hótel Anabel er gott 4 stjörnu hótel, staðsett miðsvæðis í Lloret de Mar. Hótelið er bjart og notalegt og er staðsett 350 metrum frá ströndinni. Í kringum hótelið er rólegt verslunarsvæði þar sem hægt er að finna allt það helsta ásamt veitingastöðum.
GISTING
Herbergin eru snyrtileg með sjónvarpi og góðum baðherbergjum og hárþurrku. Þau snúa annaðhvort út í garð, að sundlauginni eða út að götu. Góð og falleg sameiginleg aðstaða.
AÐSTAÐA
Góð aðstaða er á hótelinu, útisundlaug, innisundlaug, barnalaug, SPA, sauna og líkamsrækt. Þráðlaust internet er í boði á hótelinu.
AFÞREYING
Skemmtidagskrá er í boði á hótelinu. Einnig er borðtennisborð, pool-borð (gegn gjaldi), leikjaherbergi og svo er leiksvæði fyrir börnin.
VEITINGASTAÐIR
Hótelið býður upp á sundlaugarbar fyrir léttar máltíðir og smekklegan bar fyrir drykki og kokteila. Einnig er hlaðborðaveitingastaður og sjálfsali fyrir drykki.
FYRIR BÖRNIN
Barnalaug, leikvöllur og leikjaherbergi.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett miðsvæðis í Lloret de mar. Barcelona flugvöllur er í 75 km fjarlægð.
AÐBÚNAÐUR
Útisundlaug
Barnalaug
Sólbaðsaðstaða
Bar
Hlaðborðsveitingastaður
Heilsulind
Loftkæling
Svalir/verönd
Öryggishólf (gegn gjaldi)
Baðherbergi
ATH
Upplýsingar
Carrer Poeta Felicià Serra i Mont, 10, 17310 Lloret de Mar, Girona, Spánn
Kort