Lloret de Mar

Hotel Norai er vel staðsett, einfalt, 2 stjörnu hótel í miðbæ Lloret de Mar. Hótelið stendur við aðalverslunargötuna, aðeins um 500 metra frá ströndinni.  Einnig eru 3 km að næsta golfvelli. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING

Herbergin  eru stílhrein og einföld með baðherbergi, baðkari, hárþurrku og loftkælingu. Rúmföt og handklæði eru í boði en sjónvarp, öryggishólf og minibar eru í boði gegn gjaldi. Á hótelinu er innfalinn morgunverður.

AÐSTAÐA

Norai er með 39 herbergi og er á fjórum hæðum. Það er innréttað í einföldum og vinalegum stíl.  Notaleg gestamóttaka sem er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er kaffi-bar og sjónvarpsherbergi. Loftkæling, lyfta, intenet café og gestamóttaka opin allan sólahringinn. Á verönd hótelsins er heitur pottur. 

AFÞREYING

Stutt fjarlægð í ströndina (500m), miðbæinn (300m) og golfvöll (3 km). Fyrir þá sem hafa áhuga þá er fallegur garður, Jardines de Santa Clotilde í 2 km. fjarlægð. 

VEITINGASTAÐIR

Morgunverðarhlaðborð og bar er á hótelinu, stutt er í fleiri veitingastaði og verslanir. 

STAÐSETNING
Hótelið er stutt frá miðbæ Lloret og í 500 metra fjarlægð frá ströndinni Lloret de Mar.

AÐBÚNAÐUR Á GRAN HOTEL BALI 

Baðherbergi

Heitur pottur

Bar

Morgunverðarhlaðborð

Verönd

 

ATH:   

Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. 
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

C/ de San Pedro, 81, 17310 Lloret de Mar, Spain

Kort