Tossa de Mar

GHT Oasis Tossa er 4 stjörnu hótel í Tossa de Mar. Ströndin er einungis í 800 metra fjarlægð frá hótelinu og miðja Tossa de Mar í um 5 min fjarlægð. Hótelið er fjölskylduvænt og býður upp á útisundlaugar fyrir bæði börn og fullorðna og SPA. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Rúmgóð herbergi með loftkælingu, síma, sjónvarpi, hárþurrku og öryggishólfi(gegn gjaldi). Hægt er að óska eftir því að leigja ísskáp inná herbergið. Í boði er tvíbýli eða tvíbýli með sundlaugarsýn. Í herbergjunum eru tvö rúm sett saman en hægt er að óska eftir tvíbreiðu rúmi. Hægt er að velja á milli tvíbýlis með morgunverði, hálfu fæði eða fullu fæði.

AÐSTAÐA 

Fín sólbaðsaðstaða í garðinum, leikvöllur, sundlaugar fyrir börn og fullorðna, SPA með m.a. innisundlaug, tyrknesku baði, líkamsrækt og heitum potti. Hægt er að fara í nudd gegn aukagjaldi. Á hótelinu er frítt Wi-Fi ásamt tölvuhorni.

AFÞREYING

Hótelið býður upp á daglega skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa, lifandi tónlist, dansatriði og diskótek svo dæmi séu tekin. Vikulega er síðan haldin grillveisla utandyra með lifandi tónlist og fjölbreyttri skemmtidagskrá.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er bar og hlaðborðsveitingastaður þar sem gestir geta fylgst með kokkum elda matinn sem borinn er fram. 

FYRIR BÖRNIN 

Hótelið er mjög fjölskylduvænt og býður upp á krakkaklúbb, leikvöll og afþreyingu fyrir börnin. Einnig er hægt að fá barnarúm og barnastóla fyrir börnin. 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett nálægt miðbæ Tossa de Mar, 800 metra frá ströndinni og stutt frá veggjum bæjarins. Um einn og hálfan tíma tekur að keyra frá Barcelona flugvelli og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á GHT OASIS TOSSA

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Veitingastaður 

Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði 

Barnalaug 

Nuddpottur

Gufubað 

Heilsulind

Leikvöllur

Skemmtidagskrá 

Loftkæling

Svalir

Öryggishólf (gegn gjaldi)

Baðherbergi

Ískápur inná herbergi (gegn gjaldi)

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

C/Lope Mateo, 3 Tossa de Mar Costa Brava, Spain

Kort