Tossa de Mar

Golden Bahia de Tossa er 4 stjörnu hótel, staðsett í Tossa de Mar og í um 800 metra fjarlægð frá ströndinni. Á hótelinu eru fimm sundlaugar, SPA og barir. Hótelið er fjölskylduvænt og er vinsælt meðal hjólreiðafólks en hægt er að bóka sér hjólreiðaferðir í gegnum hótelið. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Herbergin á hótelinu eru rúmgóð, snyrtileg og öll með loftkælingu (júní - september), sjónvarpi og aðstöðu til að gera kaffi eða te. Hægt er að velja um tvíbýli eða tvíbýli með sundlaugarsýn. 

AÐSTAÐA 

Fimm sundlaugar eru í garðinum ásamt heilsulind, heitum potti og sánu. Einnig er hægt að panta nudd og aðrar meðferðir. Frábært svæði fyrir börnin með barnalaug, sjóræningjabát og rennibrautum. Á svæðinu er líkamsrækt, fótboltavöllur, körfuboltavöllur, tennisvöllur, blakvöllur og badmintonvöllur. Hægt er að leiga handklæði fyrir sundlaugina gegn tryggingu.

FYRIR BÖRNIN

Barnalaug, sjóræningjaskip með rennibrautum og krakkaklúbbur.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu má finna fjóra veitingastaði. Hlaðborðsveitingastað, a la carte og snarl og tapas stað.

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett í bænum Tossa de Mar sem er í um 10 mínútna keyrslu frá Lloret de Mar.

AÐBÚNAÐUR Á GOLDEN BAHIA DE TOSSA

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Veitingastaður 

Hlaðborðsveitingastaður 

Barnalaug 

Heilsulind 

Nuddpottur 

Leikvöllur

Loftkæling

Svalir/verönd

Öryggishólf (gegn gjaldi)

Baðherbergi

Hjólaleiga

Íþróttavellir

Handklæðaleiga

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
ATH:
Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.
 

Upplýsingar

Avda. Puerto Rico, 7 Tossa de Mar Costa Brava Spain

Kort