Parque Cristóbal er 3ja stjörnu smáhýsagisting, frábærlega staðsett í hjarta Las Americas strandarinnar. Á hótelinu eru fjórar upphitaðar sundlaugar og stuttur gangur er niður á ströndina. Frábær sólbaðsaðstaða og snyrtilegar íbúðir.
GISTING
Íbúðirnar eru mjög snyrtilegar og eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum. Þær samanstanda af stofu, eldhúsi og baðherbergi með baðkari eða sturtu. Eldhúsið er vel búið með ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist og kaffivél. Að auki er öryggishólf(gegn gjaldi) og gervihnattasjónvarp, loftkæling, svalir eða verönd.
AÐSTAÐA
Á hótelinu eru 4 upphitaðar sundlaugar og þar af tvær barnalaugar og ferskvatnslaug. Frábær sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum án endurgjalds ásamt sundlaugarbar. Einnig geta gestir farið í líkamsrækt, skellt sér í nudd og slakað síðan á í nuddpottinum. Hægt er að leigja strandhandklæði gegn tryggingu sem er endurgreidd við brottför. Þvottaaðstaða er á hótelinu gegn gjaldi. Þráðlaust internet er í andyri hótelsins.
AFÞREYING
Fyrir íþróttagarpa er fjölmargt í boði á hótelinu er körfu- og fótboltavöllur, blak, billiard, þythokkí, borðtennis, pílukast, boccia o.fl. Sjónvarpssalur með stórum flatskjá fyrir þá sem vilja gleyma sér yfir góðri bíómynd. Boðið er upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna á kvöldin.
VEITINGAR
Val er um íbúðir án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði eða allt innifalið. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir þar af annar með hlaðborð.
FYRIR BÖRNIN
Krakkaklúbbur fyrir yngstu kynslóðina og leikherbergi fyrir krakka á öllum aldri og á kvöldin er boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir börn sem fullorðna.
STAÐSETNING
Hótelið er mjög vel staðsett í hjarta Las Americas strandarinnar. Stuttur gangur er niður á strönduna og fjöldi veitingastaða og verslana í kring.
AÐBÚNAÐUR Á PARQUE CRISTÓBAL
Ekkert fæði/hálft fæði/allt innifalið
Útisundlaug
Barnalaug
Upphituð sundlaug
Stutt í strönd
Skemmtidagskrá
Barnadagskrá
Internet í gestamóttöku
Sólbaðsaðstaða
Íbúðir
Viftur
Lítið eldhús
Svalir eða verönd
Baðherbergi
Öryggishólf(gegn gjaldi)
Líkamsrækt
Nudd
Körfuboltavöllur
Fótboltavöllur
ATH
Upplýsingar
Avda. Rafael Puig Llivina, 7 Playa de las Américas, Arona. | 38660 Tenerife, Islas Canarias, España.
Kort